spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGeorges St. Pierre fær titilbardaga gegn Michael Bisping (staðfest)

Georges St. Pierre fær titilbardaga gegn Michael Bisping (staðfest)

UFC staðfesti nú rétt í þessu að Michael Bisping muni verja millivigtartitil sinn gegn Georges St. Pierre á árinu. Yoel Romero þarf því að bíða lengur eftir sínu tækifæri.

Orðrómur um þennan bardaga hefur verið á kreiki undanfarin misseri en Dana White, forseti UFC, staðfesti þetta í viðtali í dag á SportsCenter. Haldinn verður blaðamannafundur í Las Vegas á föstudaginn þar sem nánar verður rætt um þennan bardaga.

Georges St. Pierre (GSP) er fyrrum veltivigtarmeistari UFC og skrifaði nýverið undir nýjan samning við UFC eftir rúmlega þriggja ára fjaveru frá íþróttinni. Nokkrir mögulegir andstæðingar voru nefndir á nafn og var Bisping einn þeirra. GSP hefur aldrei barist í millivigt og var í raun ekki mikil eftirspurn eftir þessum bardaga.

Michael Bisping sagði í viðtali við Ariel Helwani í The MMA Hour að möguleiki á stórum launaseðli væri aðalástæðan fyrir því að hann myndi samþykkja bardaga gegn GSP. Bisping sagðist ætla að vinna þennan bardaga og mæta svo Yoel Romero enda er hann næsti áskorandi.

Ljóst er að þessi bardagi mun skapa miklar vangaveltur um gildi UFC undir nýjum eigendum. Margar undarlegar ákvarðanir hafi litið dagsins ljós að undanförnu og skrítnir bardagar settir saman með skemmtanagildi eða tekjumöguleika að leiðarljósi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular