spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGeorges St. Pierre hættur

Georges St. Pierre hættur

Georges St. Pierre tilkynnti í dag að hann væri formlega hættur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í Montreal í dag.

Tilkynning hins 37 ára gamla Georges St. Pierre (GSP) kemur ekki eins og þruma úr heiðskýru lofti. Hann hefur ekki barist í langan tíma og var aldrei neinn vafi á um hvað blaðamannafundurinn átti að snúast um þegar hann var fyrst tilkynntur.

GSP barðist síðast í nóvember 2017 þar sem hann sigraði Michael Bisping. Þar með vann hann millivigartitil UFC en GSP var lengi vel veltivigtarmeistari UFC og á metið yfir flestar titilvarnir í þeim flokki. GSP á fjölmörg met en hann er einn af sex keppendum sem hefur verið meistari í tveimur flokkum í UFC.

„Það krefst mikils aga að verða meistari og halda titlinum. Það krefst líka mikils aga að hætta þegar þér finnst þú ennþá vera í besta formi lífsins, andlega og líkamlega. En ég ætlaði alltaf að yfirgefa íþróttina þegar ég væri á toppnum og við góða heilsu,“ sagði GSP í yfirlýsingu.

„Ég vil þakka fjölskyldunni, aðdáendum, þjálfurum, æfingafélögum, styrktaraðilum og umboðsmanninum mínum fyrir þeirra fullkomna stuðning í gegnum árin.“

GSP var veltivigtarmeistari í 2.204 daga eða þar til hann tók sér pásu frá íþróttinni árið 2013 eftir sigur á Johny Hendricks. Hann snéri svo aftur í fyrra með sigrinum á Bisping. Eftir að GSP tók titilinn af Michael Bisping lét hann beltið af hendi aðeins 33 dögum eftir að hafa unnið titilinn og var það hans síðasti bardagi.

GSP er algjör goðsögn og að margra mati besti bardagamaður allra tíma.

 

View this post on Instagram

 

Today, I am announcing my retirement from the Ultimate Fighting Championship and mixed martial arts competition. I intend to keep training and practicing martial arts for as long as I live, but now is the time that I chose to end my career as a professional MMA athlete. I’ve always planned to leave the sport on my own terms and timing. It takes a lot of discipline to become and stay champion. It also takes a lot of discipline to stop while still feeling that you’re in the best physical and mental shape of your life. I believe that the best way to pass the test of time is to remain ahead of it. Swipe the photos to read my official statement. Aujourd’hui, j’annonce ma retraite de l’Ultimate Fighting Championship et de la compétition en arts martiaux mixtes. J’ai l’intention de continuer à m’entraîner et à pratiquer les arts martiaux aussi longtemps que je vivrai, mais le moment est venu de mettre fin à ma carrière d’athlète professionnel en AMM. Il faut énormément de discipline pour devenir et rester champion. Il faut aussi énormément de discipline pour prendre la décision d’arrêter au moment où vous avez le sentiment d’être dans la meilleure forme physique et mentale de votre vie. J’ai toujours voulu quitter le sport au sommet, en santé et à mes conditions. Parcourez les photos pour lire mon annonce officielle complète.

A post shared by Georges St-Pierre (@georgesstpierre) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular