spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGilbert Burns: Ég kem til að glíma við Gunnar

Gilbert Burns: Ég kem til að glíma við Gunnar

Gunnar Nelson mætir Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Gilbert er spenntur fyrir bardaganum og ætlar að glíma við Gunnar.

Um leið og fregnir bárust af meiðslum Thiago Alves var Gilbert Burns fljótur að óska eftir bardaganum. En hvers vegna var hann svo æstur í að fá að berjast við Gunnar?

„Af því að Gunnar er einn besti glímumaðurinn í flokknum. Ég tel mig vera einn af bestu glímumönnum í flokknum. Ég átti að keppa á ADCC sömu helgi þannig ég var mikið að glíma og vinna í þolinu. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig en þetta er ekki bara spennandi bardagi fyrir mig heldur einnig fyrir aðdáendur og UFC líka,“ sagði Burns á fjölmiðladeginum í dag.

Burns segir Gunnar vera mikil áskorun fyrir sig og besti glímumaður sem hann hefur þurft að mæta. Burns er sjálfur þrefaldur heimsmeistari í jiu-jitsu og átti að keppa á ADCC (sterkasta glímumót í heimi) sömu helgi þannig að hann er vel undirbúinn fyrir glímu gegn Gunnari.

Burns æfir hjá HardKnocks 365 undir Henri Hooft með mönnum á borð við Robbie Lawler og Kamaru Usman. Hann æfir allt árið í kring og kemur því vel undirbúinn þó fyrirvarinn sé skammur.

„Ég ber svo mikla virðingu fyrir Gunnari. Hann er glímumaður í heimsklassa, verið á topp 10 lengi, mætt mörgum góðum bardagamönnum og held að þetta verði frábær bardagi. Ég hlakka mikið til og hef fulla trú á að ég geti náð sigrinum.“

Gunnar sigraði Jorge Santiago í febrúar 2013 í öðrum UFC bardaga sínum. Santiago er góður vinur Burns og æfðu þeir saman hjá Blackzilians á sínum tíma. Burns man vel eftir þeim bardaga og gat spjallað við Santiago um Gunnar.

Burns og Gunnar bardagamenn eru í heimsklassa í gólfinu og vilja þeir báðir glíma við hvorn annan. „Ég vona að við munum glíma og ég held að við munum glíma. Ég kom til að glíma, ég vil prófa glímuna hans og veit að hann er í heimsklassa og mig langar að sjá það. Þetta verður ekki kickbox bardagi, þetta verður MMA bardagi og það verður mikið glímt.“

„Ég mun leitast við að klára bardagann. Auðvitað er hann með frábæra vörn sem glímumaður en ég mun reyna að klára hann. Kannski með höggum í gólfinu, kannski með rothöggi, en ég mun reyna að klára hann allan tímann.“

Bardaginn fer fram á laugardaginn og verður þriðji síðasti bardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular