Þeir Gilbert Burns og Stephen Thompson mætast á UFC 264 í júlí. Þetta verður mikilvægur bardagi í veltivigtinni og gæti tryggt öðrum hvorum titilbardaga.
Gilbert Burns tapaði fyrir Kamaru Usman um veltivigtartitilinn í febrúar. Hann ætlar greinilega ekki að sleikja sárin sín lengi og er búinn að bóka sinn næsta bardaga. Það verður gegn Stephen Thompson sem hefur unnið tvo bardaga í röð.
Two of the nicest (and baddest) dudes in the sport have agreed to throw down at UFC 264 on July 10. Gilbert Burns (@GilbertDurinho) vs. Stephen Thompson (@WonderboyMMA) has been verbally agreed to, per Dana White (@danawhite). pic.twitter.com/Lv5uEsxqRb
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 3, 2021
Bardaginn verður á UFC 264 þann 10. júlí en sama kvöld mætast þeir Conor McGregor og Dustin Poirier.
Flestir topp bardagamennirnir í veltivigt eru því bókaðir en eftir situr Colby Covington. Jorge Masvidal mætir Kamaru Usman um veltivigtartitilinn í lok apríl en Covington segist vera varamaður fyrir bardagann án þess að það hafi verið staðfest af UFC.