Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentAlexander Volkanovski og Brian Ortega þjálfarar í TUF 29

Alexander Volkanovski og Brian Ortega þjálfarar í TUF 29

The Ultimate Fighter verður aftur á dagskrá á þessu ári. Þjálfararnir í næstu seríu verða þeir Alexander Volkanovski og Brian Ortega.

Þeir Alexander Volkanovski og Brian Ortega áttu að mætast um fjaðurvigtartitilinn um síðustu helgi en viku fyrir bardagann greindist Volkanovski með kórónuveiruna. Volkanovski var nýlega í Bandaríkjunum eftir langt flug frá Nýja-Sjálandi þegar hann greindist með veiruna.

Nú er ljóst að þeir Volkanovski og Ortega munu ekki mætast í bráð þar sem tökur á TUF 29 tefja fyrir. Þar sem Volkanovski og Ortega verða þjálfarar verður bardaginn ekki á dagskrá fyrr en serían klárast. Tökur hefjast í næsta mánuði og verða bardagamenn í bantamvigt og millivigt í seríunni að berjast um UFC samning.

TUF var á sínum tíma mikilvægur hlekkur í uppbyggingu UFC en hefur á síðustu árum fjarað út. Dana White, forseti UFC, hefur þó reynt eins og hann getur að halda lífi í TUF. Nokkrir bardagamenn hafa verið orðaðir við þjálfarastöðu til að hita upp fyrir mögulegan bardaga og voru þeir Colby Covington og Jorge Masvidal lengi orðaðir við seríuna.

Síðasta sería kom út 2018 þar sem þeir Robert Whittaker og Kelvin Gastelum voru þjálfarar. Þegar best lét gaf UFC út tvær TUF seríur á ári en auk þess voru TUF seríur í Brasilíu og öðrum löndum.

Þeir Volkanovski og Ortega munu því mætast þegar allir þættir seríunnar hafa verið sýndir og verður bardaginn því væntanlega ekki á dagskrá fyrr en í haust.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular