spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: Pitbull hengdi Emmanuel Sanchez í 1. lotu

Bellator: Pitbull hengdi Emmanuel Sanchez í 1. lotu

Bellator 255 fór fram í gær í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta bardagakvöld Bellator á árinu og erum við lokins komin með úrslitaviðureign í fjaðurvigtarmóti Bellator.

Þeir Patricio ‘Pitbull’ Freire og Emmanuel Sanchez mættust í aðalbardaga kvöldsins á Bellator 255. Þetta var seinni undanúrslitaviðureignin í fjaðurvigtarmóti Bellator og var þetta í annað sinn sem þeir Pitbull og Sanchez mætast.

Fyrri bardaginn var jafn þar sem Pitbull sigraði eftir dómaraákvörðun í fimm lotu bardaga. Í þetta sinn þurfti hann bara hálfa lotu til að gera út um bardagann. Pitbull felldi Sanchez með góðum vinstri krók og stökk á hálsinn á honum með „guillotine“ hengingu. Sanchez tappaði ekki út en var þess í stað svæfður.

Pitbull, sem er bæði ríkjandi meistari í fjaðurvigt og léttvigt, er því kominn í úrslit í fjaðurvigtarmótinu. Þar mætir hann A.J. McKee og er það einn mest spennandi bardagi sem Bellator getur boðið upp á. Sá bardagi verður á dagskrá síðar á árinu en sigurvegarinn fær milljón dollara og verður auk þess fjaðurvigtarmeistari Bellator.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular