Glíma vikunnar er vikulegur liður hjá MMAfréttum.is þar sem teknar verða fyrir áhugaverðar BJJ glímur.
Glíman í þessari viku er frá nýyfirstöðnu ADCC heimsmeistaramóti í uppgjafarglímu. Eigast hér við Ben Henderson, sem klæðist hvítum bol, og Leonardo Nogueira. Ben Henderson er fyrrum UFC meistari í léttvigt og fékk nýlega svarta beltið sitt í BJJ. Leonardo Nogueira er fimmfaldur heimsmeistari í BJJ og eitt aðal svarta beltið úr herbúðum Alliance Jiu Jitsu liðsins. Glíman var í fyrstu umferð í – 77 kg flokknum og var um 10 mínútur að lengd en þrælspennandi allan tíman þar sem báðir aðilar skiptust á að hafa yfirhöndina. Ekki er að sjá að BJJ hans Ben Henderson sé mjög ábótavant þrátt fyrir síðasta ósigur í UFC á armbar. Þetta er í fyrsta skipti sem Henderson keppir á ADCC en hann er duglegur að keppa á hinum ýmsu BJJ mótum.