spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGoðsögnin: Sean Sherk

Goðsögnin: Sean Sherk

sean_sherk_top

Goðsögnin að þessu sinni er fyrrum léttvigtarmeistari UFC, Sean Sherk. Vöðvahákarlinn eins og hann var gjarnan kallaður átti góðan feril í UFC þó hann hafi verið þjakaður af meiðslum undir lokin.

Sherk er 42 ára gamall en hætti að berjast árið 2010 eftir langan og farsælan feril. Arflegð Sherk verður kannski alltaf lituð af ásökunum um steranotkun en taka verður með í reikninginn að hann barðist á uppvaxtarárum íþróttarinnar þegar minna eftirlit var með íþróttamönnunum. Afrek hans verða þó ekki af honum tekin. Hann barðist í hinum ýmsu samböndum í Japan og í Bandaríkjunum og sigraði í heildina 36 af 41 bardögum sínum og kláraði þar af 21 bardaga.

Upphafið

Sean Keith Sherk er fæddur og uppalinn í Minnesota í Bandaríkjunum. Hann byrjaði að glíma sjö ára gamall og hélt því áfram til 18 ára aldurs. Hann æfði einnig á tímabili aðrar bardagaíþróttir eins og hnefaleika og Muay Thai áður en hann hóf sinn feril í MMA árið 1999.

Einkenni

Sean Sherk lítur meira út eins og vaxtaræktarkappi en MMA bardagamaður. Hann er 168 cm á hæð og barðist bæði í léttvigt og veltivigt, alltaf skorinn í drasl enda bar hann viðurnefnið „The Muscle Shark“. Þrátt fyrir vöðvana var hann með mikið úthald sem gerði hann erfiðan viðureignar. Hann gat slegið en það var glíman og „ground and pound“ sem einkenndi bardagastílinn hans. Sherk er ekki þekktur fyrir Jiu-Jitsu hæfileika sína en afgreiddi hins vegar 13 andstæðinga með uppgjafartaki á ferlinum.

florian

Stærstu sigrar

Sean Sherk sigraði nokkra góða andstæðinga snemma á ferlinum eins og frændurna Karo Parisyan og Manny Gamburyan. Það var hins vegar á árinu 2006 sem hann átti sín bestu augnablik og stærstu sigra.

Í apríl á UFC 59 barðist hann við Nick Diaz og sigraði bardagann örugglega á stigum eftir þrjár lotur. Í október á sama ári barðist Sherk við Kenny Florian um lausan titil í léttvigt á UFC 73. Florian var ítrekað tekinn niður og var á endanum alblóðugur eftir röð ölnboga í andlitið. Eftir fimm lotur var Sherk orðinn UFC meistari.

Verstu töp

Á löngum ferli sem náði yfir 41 bardaga tapaði Sherk aðeins fjórum sinnum. Töpin voru eingöngu gegn þeim allra bestu, þ.e. Matt Hughes, Georges St. Pierre, B.J. Penn og Frankie Edgar sem segir sína sögu. Versta tapið af þessum fjórum var klárlega gegn B.J. Penn er þeir mættust á UFC 84. Sherk hafði verið meistarinn í léttvigt en var sviptur titlinum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Sherk mótmælti niðurstöðum prófsins en án árangurs. Bardaginn gegn Penn var því um lausan titil og báðir menn mættu í sínu besta formi. Eftir harða orrustu sigraði Penn að lokum með eftirminnilegu fljúgandi hné sem hefur síðan verið gert ódauðlegt í hinum ýmsu UFC syrpum.

bj-penn_sean-sherk

Fáir vita

Eftir að hafa staðið sig vel í titilbardaga gegn Matt Hughes á UFC 42 var Sherk óvænt rekinn úr UFC. Hann neyddist í kjölfarið til að berjast hér og þar í litlum samböndum en hætti að lokum í MMA eftir 12 sigra í röð árið 2005. Hann var farinn að starfa við að leggja gólfefni þegar hann fékk tækifæri til að berjast við Georges St. Pierre á UFC 56 og hætti þá við að setjast í helgan stein. Hefði það ekki gerst hefði Sherk aldrei orðið meistari og hans saga verið talsvert öðruvísi.

Hvar er hann í dag?

Eftir feril hans í MMA starfaði Sherk við að selja æfingagrímur en seldi að lokum það fyrirtæki. Í dag starfar hann sem sjálfstætt starfandi verktaki. Hann vinnur fyrst og fremst við að umbreyta húsum í niðurníðslu og gera þau að söluvöru.

Þess má geta að eftir Bellator 149 sem fór fram um síðustu helgi skoraði Sherk á Royce Gracie í bardaga. Hvort honum var alvara er hins vegar erfitt að segja.

today

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular