spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGSP: Ef aðdáendur vilja sjá mig gegn Nick Diaz þá er ég...

GSP: Ef aðdáendur vilja sjá mig gegn Nick Diaz þá er ég til

gspGoðsögnin Georges St. Pierre var í áhugaverðu viðtali í Ísrael á dögunum. St. Pierre ræddi þar um endurkomu sína og er hann handviss um að hann muni snúa aftur.

Georges St. Pierre, eða GSP eins og hann er gjarnan kallaður, ákvað að hætta í MMA í lok árs 2013. Þá var hann ríkjandi veltivigtarmeistari UFC og hafði nýlega varið beltið sitt gegn Johny Hendricks. GSP lét beltið af hendi en segir þó að hann hafi aldrei hætt – hann fór bara í smá frí.

Núna er hann tilbúinn til að snúa aftur og hefur átt í samningaviðræðum við UFC. „Ég vil snúa aftur. Umboðsmaðurinn minn er að semja við UFC. Þeir gáfu okkur tilboð, við gerðum gagntilboð, svona virkar bransinn. Síðan var UFC selt á 4 milljarða þannig að við biðum í nokkra daga. Núna eru viðræður komnar aftur af stað og ég er að byrja í USADA ferlinu til að geta verið lyfjaprófaður. Til að geta barist þarf ég að vera lyfjaprófaður en það ferli hefst 10. ágúst í Las Vegas.“

„Ég er ekki kominn með bardaga ennþá en sjáum hvað setur. Ég mun fara í lyfjapróf og það er ekki að ástæðulausu,“ segir hann og á þar við að hann sé 100% að fara að keppa, annars væri hann ekki að fara í lyfjapróf.

Margir andstæðingar hafa verið nefndir til sögunnar svo sem Tyron Woodley, Robbie Lawler, Nick Diaz og Michael Bisping. GSP segir að samningaviðræður um bardaga gegn Bisping hafi farið af stað en UFC ákvað þess í stað að láta Bisping mæta Dan Henderson.

GSP kveðst þó hafa áhuga á að mæta Nick Diaz aftur en kapparnir mættust í mars 2013 þar sem GSP fór með sigur af hólmi. „Nick Diaz er að reyna að fá annað tækifæri gegn mér. Mér er sama, ég er ekki hræddur við Nick Diaz, það get ég sagt þér. Ef það er það sem aðdáendur vilja sjá þá er ég til.“

Viðtalið er afar áhugavert en þar fer hann m.a. út í bardaga Nate Diaz og Conor McGregor, samninga bardagamanna við UFC, hvers vegna hann var með svona góðar fellur og fleira. Viðtalið birtist á Bloody Elbow og má lesa hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular