Skv. nýjustu styrkleikaröðun UFC er Gunnar Nelson í fyrsta skipti kominn á blað. Listann má finna á heimasíðu UFC en hann er samsettur skv. hlutlausri kosningu fjölmiðlamanna. Gunnar er númer 14 á listanum en hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Listinn er mikil viðurkenning fyrir Gunnar en hér er hann staðfestur sem einn besti bardagamaður í heimi í sínum þyngdarflokki.
Styrkleikaröðunin er eftirfarandi:
Meistarinn: Johny Hendricks
- Robbie Lawler
- Rory MacDonald
- Carlos Condit
- Tyron Woodley
- Jake Ellenberger
- Hector Lombard
- Matt Brown
- Demian Maia
- Tarec Saffiedine
- Dong Hyun Kim
- Jake Shields
- Mike Pyle
- Kelvin Gastelum
- Gunnar Nelson
- Erick Silva
Flottur!!
Sannarlega mikill heiður fyrir Gunnar að vera rankaður á topp 15 lista UFC í veltivigtinni, fjölmennasta og sterkasta þyngdarflokki UFC.
Magnaður drengur 😉
Hvenær sjáum við Nelson vs Maia?
Stórglæsilegt hjá honum!
Frábært í alla staði. Ég ætla að spá að þeir setji hann á móti Maia næst. Svakalegt ground game í gangi þar en í alla staði myndi Gunni rústa honum standandi og færa hann enn ofar á töfluna. #égvilsjá.
Annars Rory Mac eða Eric Silva úffff það væri rosalegt..
Get ekki beðið eftir að sjá hvert verður næsta fórnarlamb Gunna. Plís leifðu okkur að frétta Haraldur Dean Nelson um LEIÐ og eitthvað gerist í match ups 🙂