Gunnar Nelson er búinn að vigta sig inn fyrir bardaga sinn gegn Takashi Sato á morgun. Gunnar náði vigt eins og við var að búast og Sato sömuleiðis.
Formlega vigtunin fyrir UFC bardagakvöldið í London fór fram kl. 9 í morgun á hóteli bardagamanna. Gunnar var snemma í því og mættur í röðina fyrir vigtun á slaginu 9 í morgun.
Gunnar var 171 pund (77,6 kg) fyrir veltivigtarbardaga sinn eða einu pundi yfir 170 punda veltivigtarmörkin. Leyfilegt er að vera einu pundi yfir nema þegar um titilbardaga er að ræða. Takashi Sato kom örlítið fyrr en hann var 170 pund (77,1 kg) slétt.
Niðurskurðurinn gekk mjög vel að vanda. Gunnar var 81 kg á fimmtudagsmorgni en þá fær Gunnar lítið sem ekkert að drekka eða borða yfir daginn. Gunnar var síðan komin niður í 79,7 kg í gærkvöldi. Í morgun þurfti hann að taka af sér um 1,5 kg og gekk vel undir sérstöku hitateppi frá UFC.
Kl. 17 í dag er sjónvarpsvigtun í O2 höllinni sem er opin öllum. Hún er einnig sýnd í beinni á Youtube rás UFC. Þá munu þeir Gunnar og Sato mætast augliti til auglits en þeir hittust áðan í fyrsta sinn við morgunverðarhlaðborðið eftir vigtunina.
いい人だな〜。コーチもわざわざわテーブルまできて、ショートノーティスで試合を受けてありがとう、と言ってくれました。
— Shu Hirata | シュウヒラタ (@ShuHirata) March 18, 2022
気持ちいいですね。
Great sportsmanship right here👏#takashisato #gunnarnelson #ufclondon pic.twitter.com/ffIADGWbW8
Núna snýst allt um að taka því rólega og hlaða batteríin vel fyrir morgundaginn.