Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvenær byrjar UFC London? Hvenær berst Gunnar Nelson?

Hvenær byrjar UFC London? Hvenær berst Gunnar Nelson?

Gunnar Nelson mætir Takashi Sato á UFC bardagakvöldinu í London á laugardaginn. Hér má sjá hvenær bardagakvöldið hefst og hvaða bardagar eru á dagskrá.

Gunnar Nelson berst sinn fyrsta bardaga á laugardaginn síðan í september 2019. Bardagakvöldið fer fram í O2 Arena í London og er smekkfullt af góðum bardögum.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 17:30 á íslenskum tíma. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 20:00 og er Gunnar í 3. bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins. Bardagi Gunnars ætti því að hefjast um það bil kl. 21:00.

Bardagakvöldið verður í beinni á Viaplay með íslenskri lýsingu beint frá O2 höllinni. Upphitunarbardagana og aðra bardaga kvöldsins má síðan sjá á Fight Pass rás UFC.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 20:00)

Þungavigt: Alexander Volkov gegn Tom Aspinall
Fjaðurvigt: Arnold Allen gegn Dan Hooker
Léttvigt: Paddy Pimblett gegn Kazula Vargas 
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Takashi Sato
Fluguvigt kvenna: Molly McCann gegn Luana Carolina 
Léttvigt: Jai Herbert gegn Ilia Topuria

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 17:30)

Fjaðurvigt: Mike Grundy gegn Makwan Amirkhani
Þungavigt: Shamil Abdurakhimov gegn Sergei Pavlovich 
Léttþungavigt: Nikita Krylov gegn Paul Craig
Bantamvigt: Jack Shore gegn Timur Valiev
Strávigt kvenna: Cory McKenna gegn Elise Reed
Fluguvigt: Muhammad Mokaev gegn Cody Durden

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular