Anthony “Fluffy” Hernandez mætti Michel Pereira í aðalbardaga kvöldsins á UFC fight night í Apexinu í kvöld/nótt. Hernandez fór illa með Pereira sem hafði ekki þol í mikið meira en eina lotu og var kláraður með höggum í gólfinu í 5. lotu.
Michel Pereira mætti með miklum krafti inn í bardagann. Hann lennti góðu teep sparki í skrokkinn á Hernandez snemma og blitzaði svo á hann eins og hann gerir oft. Í smástund leit út eins og hann gæti mögulega verið að ganga frá honum en Pereira eyddi öllum bensíntanknum og sá ekki til sólar restina af bardaganum.
Herndanez hélt stífri glímu pressu á honum allar loturnar og gaf honum mikinn skaða með góðum höggum í gólfinu. Pereira var gjörsamlega búinn á því og leit aldrei út fyrir að geta valdið Hernandez nokkurri ógn. Hernandez á endanum sker hann illa með olnboga og í 5. lotu hafði Herb Dean séð nóg eftir að Pereira hafði étið of mikið af slæmum höggum. Hernandez lendir 152 þýðingarmiklum höggum í bardaganum gegn 24 höggum frá Pereira. Auk þess tekur Hernandez hann 10 sinnum niður. Hann sló með því met yfir mestan mun á þýðingarmiklum höggum og í leiðinni eigið persónulega met yfir þýðingarmikil högg. (Significant strikes)
Hernandez, sem er núna á 6 bardaga sigurgöngu, sagði í viðtalinu eftir bardagann að hann vilji næst fá andstæðing sem myndi gefa honum leið að titilskoti. Hann sagðist vera tilbúinn fyrir hvern sem er. Hann sýndi það og sannaði í þessum bardaga að hann gæti vel orðið einn af mest spennandi titiláskorendum á næstunni í millivigtinni og verður því spennandi að sjá hvað gerist næst. Á sama tíma hrundu hlutabréf Michel Pereira sem þarf að fara aftur á krítartöfluna.