Michel Pereira er kannski ekki nafn sem allir bardagaaðdáendur kannast við. Hann er þó bardagamaður sem er þess virði að taka eftir.
Michel Pereira er kannski ekki að fara verða einhver heimsmeistari en hann mun sennilega alltaf skemmta áhorfendum.
Pereira varð þekktur þegar myndband af furðulegum sigri hans á Dae Sung Kim í Road FC komst í heimsfréttirnar. Pereira tók alls konar handahlaups spörk og stökk og endaði á að vinna með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.
Pereira fékk samning við UFC þar sem hann mætti Danny Roberts. Pereira var sjálfum sér líkur og kláraði Roberts með rothöggi í 1. lotu.
Looks like Michel Pereira has finally found an opponent in Vancouver native and newcomer Tristan Connelly. Good luck to both fighters! #UFCVancouver pic.twitter.com/7SyU70rHfP
— Champion Sports Productions (@ChampSportsProd) September 10, 2019
Pereira hefur margoft tekið upp á því að sýna skemmtileg en oft á tíðum furðuleg tilþrif í búrinu.
Insanity in the opening seconds of the Michel Pereira vs Cristiano Estela fight at FFC 24 (2016) #UFCVancouver pic.twitter.com/Xs2oyeHsoz
— LORD HONKY HUMUNGUS (@Mr_Honky) September 12, 2019
Pereira var einu pundi of þungur í vigtuninni í gær. Í sjónvarpsvigtuninni tók hann afturábak stökk af vigtuninni sem var kannski ekki alveg eins glæsilegt og hann vonaðist eftir.
Það er spurning hvað hann sýnir í kvöld þegar hann mætir Tristan Connelly.