spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHinn stórskemmtilegi Michel Pereira berst aftur í UFC í kvöld

Hinn stórskemmtilegi Michel Pereira berst aftur í UFC í kvöld

Michel Pereira er kannski ekki nafn sem allir bardagaaðdáendur kannast við. Hann er þó bardagamaður sem er þess virði að taka eftir.

Michel Pereira er kannski ekki að fara verða einhver heimsmeistari en hann mun sennilega alltaf skemmta áhorfendum.

Pereira varð þekktur þegar myndband af furðulegum sigri hans á Dae Sung Kim í Road FC komst í heimsfréttirnar. Pereira tók alls konar handahlaups spörk og stökk og endaði á að vinna með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Pereira fékk samning við UFC þar sem hann mætti Danny Roberts. Pereira var sjálfum sér líkur og kláraði Roberts með rothöggi í 1. lotu.

Pereira hefur margoft tekið upp á því að sýna skemmtileg en oft á tíðum furðuleg tilþrif í búrinu.

Pereira var einu pundi of þungur í vigtuninni í gær. Í sjónvarpsvigtuninni tók hann afturábak stökk af vigtuninni sem var kannski ekki alveg eins glæsilegt og hann vonaðist eftir.

Það er spurning hvað hann sýnir í kvöld þegar hann mætir Tristan Connelly.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular