spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHlægileg mistök á Reebok fatnaði UFC

Hlægileg mistök á Reebok fatnaði UFC

Svo virðist sem nokkur mistök hafi átt sér stað við hönnun á sumum Reebok bolunum. Hér að neðan má sjá nokkur óheppileg mistök Reebok fataframleiðandans en þar hafa þeir m.a. skrifað nöfn bardagamanna vitlaust.

Verstu mistökin er sennilega innsláttarvillan í nafni Gilbert Melendez. Á bolnum stendur Giblert en ekki Gilbert. Afar óheppileg mistök þar á ferð. Nú þegar er búið að stofna grínreikning á Twitter undir nafinu Giblert Melendez.

giblert

Tom ‘Filthy’ Lawlor var afar ósáttur við að fullt nafn hans hafi verið notað. Að hans sögn kallar hann enginn Thomas.

thomas lawler

Mark Hughes, bróðir UFC goðsagnarinnar Matt Hughes, fékk sinn eigin bol af einhverjum ástæðum. Mark barðist einn bardaga í UFC á meðan bróðir hans barðist 22 bardaga.

mark hughes

Lyoto Machida hefur af einhverjum ástæðum fornafnið Márcio en fullt nafn hans er Lyoto Carvalho Machida. Hugsanlega hafa þeir ruglast á Marcio ‘Lyoto’ Alexandre eins og svo margir.

machida

Josh Koscheck samdi við Bellator fyrir skömmu og getur gengið í Bellator búrið í þessum skemmtilega UFC Reebok bol.

josh k

Þetta sést kannski ekki vel en nafn Ronaldo ‘Jacare’ Souza er í bullinu á bolnum. Kappinn er oftast kallaður Jacare en á bolnum hefur Ronaldo verið sett innan gæsalappa líkt og það sé gælunafnið hans.

jacare

Gleison Tibau Alves er með 25 bardaga í UFC. Af einhverjum ástæðum ákvað Reebok að notast við nafnið Alves sem fáir þekkja hann undir.

tibau

Reebok hefur eitthvað ruglast á nafni Mitch Gagnon en á bolnum hans stendur Michel Gagnon.

gagnon

Kevin Luke Swanson er með yfir tíu ára reynslu í MMA en samt fremur óþekktur. Hann er auðvitað betur þekktur sem Cub Swanson en á bolnum hans stendur Kevin Swanson.

cub swanson

Bec Rawlings er aldrei kölluð Rebecca. Einungis móðir hennar notar nafnið Rebecca.

bec

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular