Svo virðist sem nokkur mistök hafi átt sér stað við hönnun á sumum Reebok bolunum. Hér að neðan má sjá nokkur óheppileg mistök Reebok fataframleiðandans en þar hafa þeir m.a. skrifað nöfn bardagamanna vitlaust.
Verstu mistökin er sennilega innsláttarvillan í nafni Gilbert Melendez. Á bolnum stendur Giblert en ekki Gilbert. Afar óheppileg mistök þar á ferð. Nú þegar er búið að stofna grínreikning á Twitter undir nafinu Giblert Melendez.
Tom ‘Filthy’ Lawlor var afar ósáttur við að fullt nafn hans hafi verið notað. Að hans sögn kallar hann enginn Thomas.
.@Reebok @ufc never once have I been announced as Thomas Lawlor. Thanks for putting the fighters at the forefront of the clothing #smh
— Tom Lawlor (@FilthyTomLawlor) June 30, 2015
Mark Hughes, bróðir UFC goðsagnarinnar Matt Hughes, fékk sinn eigin bol af einhverjum ástæðum. Mark barðist einn bardaga í UFC á meðan bróðir hans barðist 22 bardaga.
Lyoto Machida hefur af einhverjum ástæðum fornafnið Márcio en fullt nafn hans er Lyoto Carvalho Machida. Hugsanlega hafa þeir ruglast á Marcio ‘Lyoto’ Alexandre eins og svo margir.
Josh Koscheck samdi við Bellator fyrir skömmu og getur gengið í Bellator búrið í þessum skemmtilega UFC Reebok bol.
Þetta sést kannski ekki vel en nafn Ronaldo ‘Jacare’ Souza er í bullinu á bolnum. Kappinn er oftast kallaður Jacare en á bolnum hefur Ronaldo verið sett innan gæsalappa líkt og það sé gælunafnið hans.
Gleison Tibau Alves er með 25 bardaga í UFC. Af einhverjum ástæðum ákvað Reebok að notast við nafnið Alves sem fáir þekkja hann undir.
Reebok hefur eitthvað ruglast á nafni Mitch Gagnon en á bolnum hans stendur Michel Gagnon.
Kevin Luke Swanson er með yfir tíu ára reynslu í MMA en samt fremur óþekktur. Hann er auðvitað betur þekktur sem Cub Swanson en á bolnum hans stendur Kevin Swanson.
Bec Rawlings er aldrei kölluð Rebecca. Einungis móðir hennar notar nafnið Rebecca.