Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentMynd: Reebok bolur Gunnars Nelson

Mynd: Reebok bolur Gunnars Nelson

UFC_Fight_Kit[4]Í dag hélt UFC blaðamannafund í samstarfi við Reebok til afhjúpa nýju línuna af bardagafatnaði og æfingargöllum. Margar af stærstu stjörnum UFC mættu á sviðið til að sýna nýja fatnaðinn í hálfgerðri tískusýningu.

Talsmenn UFC og Reebook töluðu um að frammistaða og sérhönnun væru stórir þættir af hönnun nýja fatnaðarins. Samt sem áður mun fatnaðurinn líta að mestu leyti eins út fyrir utan mismunandi litasamsetningu. Öllum bardagaköppum er skylt að ganga í fatnaðinum á blaðamanafundum, á opnum æfingum, í viðtölum og við upptökur á efni sem á kynna bardagana.

Það verða þrjár gerðir af fatnaði, heimalandsbolir, almennur fatnaður sem mun vera hlutlausari útgáfa af heimalandsbolunum og sérstakur fatnaður fyrir þá sem eru með beltið í sínum þyngdarflokki.

Heimalandsbolirnir munu bera sérstaklega hannað merki sem byggt er á menningu heimalands keppendana og verða einnig með sérstaka litasamsetningu til að endurspegla þjóðarliti landsins. Til dæmis verður Gunnar í svörtum og bláum bol með galdrastafinn Vegvísi á öxlinni. Nafnið hans mun vera á bakinu á gallanum.

 

Sérstakur fatnaður verður fyrir meistarana í hverjum þyngdarflokki. Fatnaðurinn mun að mestu leyti vera eins og hinir en litasamsetning þeirra verður svartur með gylltum og rauðum litum. Hér má sjá bolinn sem Ronda Rousey mun klæðast.


Einnig fá keppendur sérstakan fatnað sem er ætlaður fyrir gönguna að búrinu. Hettupeysur, húfur og skór munu bera merki UFC og Reebok. Því miður fyrir Gunnar verður ekki leyfilegt að ganga með vörumerki sem eru ekki í beinu samstarfi við UFC þannig Mjölnismerkið mun ekki sjást lengur

UFC_FIGHT_KIT

 

Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að kaupa bol Gunnars á heimasíðu Reebok hér. Allir bardagamenn fá um 30% af sölutekjum af sínum bol. Á myndbandinu hér fyrir neðan má svo sjá margar af stærstu stjörnum UFC ganga niður sviðið í það sem verður að vera kallað fyrsta tískusýning UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular