Friday, April 26, 2024
HomeErlentUFC afhjúpar Reebok einkennisbúninginn í dag

UFC afhjúpar Reebok einkennisbúninginn í dag

UFC ReebokÍ dag verður einkennisbúningur UFC frá Reebok afhjúpaður. Athöfnin fer fram í New York og verða margar af stærstu stjörnum UFC viðstaddar.

Samningurinn tekur gildi 6. júlí en samkvæmt samningnum mega bardagamenn UFC aðeins klæðast fatnaði frá Reebok í keppni og á viðburðum tengdum UFC. Keppendur verða því að klæðast Reebok gallanum í vikunni fyrir bardaga og á öðrum fjölmiðlatengdum viðburðum. Bardagamenn munu klæðast einkennisbúningnum m.a. á leið sinni í búrið, blaðamannafundinum eftir bardagana og í viðtölum í vikunni fyrir bardaga. Þó er leyfilegt að klæðast jakkafötum á blaðamannafundum.

UFC 189 verður fyrsta bardagakvöldið þar sem allir munu klæðast Reebok. Bardagamenn mega ekki sýna önnur vörumerki á klæðnaði sínum nema merki sem eru í samstarfi við UFC á borð við BudLight og Monster Energy.

Kl 14 í dag á íslenskum tíma verður einkennisbúningurinn afhjúpaður. Yfir 20 UFC bardagamenn verða viðstaddir og má þar nefna stór nöfn á borð við Daniel Cormier, Alexander Gustafsson, TJ Dillashaw, Chris Weidman, Paige van Zant og fleiri.

Hægt verður að fylgjas með viðburðinum í beinni útsendingu á heimasíðu UFC síðar í dag.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Eitt af rökum Dana White er að í öðrum í.þróttum séu búningar, en feilar á því að mma er einmennings íþrótt, en ekki hópíþrótt. Hópaíþrótt er þar sem einn hópur frá einu félagi keppir við annan hóp hjá öðru félagi og þess vegna eru búningar. Þessi hugmynd er þess vegna afleit.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular