1

UFC afhjúpar Reebok einkennisbúninginn í dag

UFC ReebokÍ dag verður einkennisbúningur UFC frá Reebok afhjúpaður. Athöfnin fer fram í New York og verða margar af stærstu stjörnum UFC viðstaddar.

Samningurinn tekur gildi 6. júlí en samkvæmt samningnum mega bardagamenn UFC aðeins klæðast fatnaði frá Reebok í keppni og á viðburðum tengdum UFC. Keppendur verða því að klæðast Reebok gallanum í vikunni fyrir bardaga og á öðrum fjölmiðlatengdum viðburðum. Bardagamenn munu klæðast einkennisbúningnum m.a. á leið sinni í búrið, blaðamannafundinum eftir bardagana og í viðtölum í vikunni fyrir bardaga. Þó er leyfilegt að klæðast jakkafötum á blaðamannafundum.

UFC 189 verður fyrsta bardagakvöldið þar sem allir munu klæðast Reebok. Bardagamenn mega ekki sýna önnur vörumerki á klæðnaði sínum nema merki sem eru í samstarfi við UFC á borð við BudLight og Monster Energy.

Kl 14 í dag á íslenskum tíma verður einkennisbúningurinn afhjúpaður. Yfir 20 UFC bardagamenn verða viðstaddir og má þar nefna stór nöfn á borð við Daniel Cormier, Alexander Gustafsson, TJ Dillashaw, Chris Weidman, Paige van Zant og fleiri.

Hægt verður að fylgjas með viðburðinum í beinni útsendingu á heimasíðu UFC síðar í dag.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.