spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHlynur Torfi berst sinn fjórða bardaga um helgina

Hlynur Torfi berst sinn fjórða bardaga um helgina

Hlynur Torfi Rúnarsson berst um helgina í Cage bardagasamtökunum í Finnlandi. Hlynur mætir þá reynslubolta en hann er tilbúinn í áskorunina.

Hlynur Torfi Rúnarsson er 3-0 sem áhugamaður í MMA. Alla bardagana hefur hann klárað með uppgjafartaki í 1. lotu og hefur bardagaferillinn því byrjað afar vel hjá honum.

„Fyrstu þrír bardagarnir fóru nánast alveg eins og ég ætlaði. Fyrstu tveir voru nánast alveg eins, en í seinasta bardaga var ég með aðeins meira tricky matchup og vissi að hann væri grjótharður og tæki höggi gríðarlega vel. En ég endaði á að vera þolinmóður og finna fyrir honum aðeins standandi áður en ég náði góðri tímasetningu á fellunni. Ég var svo með mikla yfirburði í gólfinu sem hefur verið sagan hingað til,“ segir Hlynur.

Hlynur tók rúmlega árs pásu eftir fyrstu tvo bardaga sína áður en hann tók þann þriðja nú í september. „Ég tók smá pásu yfir sumarið, kíkti aftur til Íslands og æfði aðeins í Mjölni og með Selfoss strákunum mínum og vann svo niðrí bæ sem dyrarvörður og stuðningsfulltrúi í fyrsta bekk. Smá svona reset og vinna að nýjum brögðum, styrkja mig og eyða gull tíma með vinum og fjölskyldu.“

Bardaginn á laugardaginn fer fram í Cage bardagasamtökunum í Finnlandi. Bardagasamtökin eru meðal þeirra stærstu á Norðurlöndum en þeir hafa haldið bardagakvöld frá 2004. Bjarki Ómarsson barðist hjá Cage árið 2019 og sagði þetta vera flottustu bardagasamtök sem hann hefur barist fyrir.

„Þetta eru stærstu samtökin hérna úti í Finnlandi, það eru mest magnis atvinnumenn sem fá að slást þarna en þeir byrjuðu með áhugamennina líka núna í Covid var mér sagt. Þetta er smá öðruvísi show. Þeir bjóða upp á hellaðan mat, VIP og svolítið fancy vibe við þetta. Bardagakvöldið verður sýnt á Viaplay og Pay Per Veiw á vefsíðuni þeirra held ég.“

Hlynur mætir Elmo Peltonen (11-12) en hann er með töluvert meiri reynslu en Hlynur. „Ég hef fylgst með Elmo síðan ég sá hann slást á Finnlandsmeistaramóti áhugamanna í MMA 2020 þegar ég mætti fyrst til Finnlands. Hann er með mjög öðruvísi stíl en hann er með Finnlandsmeistaratitil í K-1 kickboxi og er rosalega rólegur. Berst mjög víður og langur en er svolítið opinn og flatfóta og ver ekki fellurnar sérstaklega vel. Hann bætir aftur á móti upp með því að spila öðruvísi guard, er með blátt belti í 10th Planet BJJ. Er sjálfur líka blár enn er með svona hefðbundnari stíl þegar kemur að gólfinu. Ég er mjög spenntur að testa hann þar.“

Hlynur er búsettur í Finnlandi þar sem hann býr ásamt finnskri kærustu sinni. Þar æfir hann hjá Finnfighters Gym í Turku og hafa æfingarnar fyrir bardagann gengið vel.

„Undirbúningur fyrir þennan bardaga hefur mögulega verið sá besti hingað til. Hef verið að aðstoða fjaðurvigtar pro hjá okkur að undirbúa sig fyrir bardaga sem því miður varð ekkert úr. En gegguð reynsla að fá að vera með í campi, sérstaklega þar sem við erum báðir aktífir og jafn stórir. Svo var verið að stofna formlegt keppnislið svo það er búið að vera smá extra athygli á keppnisfólkinu okkar hérna sem er að hjálpa mikið. Svo hafa bara margir æfingafélagar verið með flotta sigra upp á síðkastið og það er alltaf geggjaður andi hjá okkur því allir eru að keppa.“

Eftir þennan góða undirbúning verður spennandi að sjá Hlyn á laugardaginn. En hvernig mun bardaginn fara? „Hann er reynslubolti og hefur hangið inni með þeim bestu sem Finnland hefur að bjóða. En ég held að ég muni koma mjög sterkur inn í fyrstu lotu og nái uppgjafartaki í lotu 2.

Bardaginn er á laugardaginn og er bardagakvöldið sýnt í beinni á Viaplay. Bardagakvöldið byrjar kl. 16 á íslenskum tíma og er Hlynur í 4. bardaga dagsins.

Hlynur var einnig í viðtali um helgina hjá finnskum miðli, sem má sjá hér fyrir neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjólfur Ingvarsson
Brynjólfur Ingvarsson
- Brúnt belti í brasilísku jiu jitsu - Keppnisreynsla í MMA - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Svart belti í Taekwondo
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular