spot_img
Monday, November 10, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxHR með 3 gull á HSK Box Cup í Hillerød

HR með 3 gull á HSK Box Cup í Hillerød

Hnefaleikafélag Reykjavíkur/WCBA fór með 5 keppendur á Hillerød í Danmörku en til stóð að fara með mun stærri hóp sem breyttist snarlega þegar Play fór í gjaldþrot. Þau sem fóru voru Nóel Freyr Ragnarsson í -70kg A flokki, Signý Ósk Sigurðardóttir í -60kg C flokki, Íris Daðadóttir í -75 A flokki, Salka Vífilsdóttir í -65kg B flokki og Ronald Bjarki Mánason -50kg A flokki.

Þau kepptu öll á fyrsta degi en Nóel Freyr keppti einnig á seinni deginum. Keppt var í fjórum hringjum en þetta var stærsta HSK Box Cup sem haldið hefur verið og í fertugasta skipti sem það var haldið. Nóel Freyr var fyrstur að keppa í liðinu og mætti þar Billal Ullah frá Hollandi. Bardaginn var allur Nóels sem fékk dregið frá sér stig í síðustu lotunni sem gerði hornið stressað þar sem það getur haft mikil áhrif á niðurstöðuna, engu að síður þá vann Nóel 3-0 og fór í úrslit þar sem hann mætti Cai Murphy frá Wales sem var mun tæknilegri viðureign og þurfti Nóel að hafa fyrir því sem hann og gerði og vann á klofnum dómaraúrskurði og náði þar með í gull á HSK Box Cup.

Salka Vífilsdóttir mætti Bogdönu Samoliuk frá Danmörku á laugardeginum en Salka er að koma aftur af stað eftir langa keppnispásu og gerði vel en ekki nóg til að fá sigur þrátt fyrir mjög tæknilega frammistöðu og það var því Bogdana sem vann þeirra bardaga og vann síðan mótið á endanum í þeirra flokki.

Íris Daðadóttir keppti einnig á laugardeginum og var að koma einnig eftir langa pásu og var sett í flokk með mun reyndari boxurum. Íris mætti Amöndu Johansen frá Svíþjóð sem er með um 50 bardaga undir beltinu. Íris átti mjög góða fyrstu lotu en reynsla hennar Amöndu kom síðan inn og fór hún með sigur af hólmi. Góð frammistaða hjá Írisi engu að síður og það verður gaman að sjá hvað tekur við.

Signý Ósk Sigurðardóttir mætti Lonne Peters frá Þýskalandi beint í úrslitum og gerði virkilega vel, vann allar lotur og uppskar gull með einróma dómaraúrskurði eftir flottan bardaga. Signý er búin að vera á miklu skriði æfandi og keppandi bæði með HR/WCBA og einnig Attleborough Boxing Club í Englandi en hún hefur það sem af er unnið tvö mót í Englandi og nú HSK Box Cup í Danmörku og óhætt að segja að hún sé á góðri leið.

Ronald Bjarki Mánason keppti beint í úrslitum gegn virkilega góðum breskum boxara Corey Hutley en hann er tvöfaldur enskur meistari, þrefaldur Yorkshire meistari og Hull box cup meistari. Ronald lét þessar tölur ekkert á sig fá og gerði virkilega vel, bardaginn var mjög teknískur og mjög jafnt í flestum lotum en fleiri lent högg og tæknileg frammistaða Ronalds uppskáru honum réttilega sigur, 3-2 klofinn dómaraúrskurður í virkilega tæknilegri viðureign. Ronald Bjarki er á rosalegu skriði og greinilegt að stefnt er hátt, það sem af er ári hefur Ronald Bjarki unnið gull á Pirrkka Tournament í Finnlandi, PAL International Tournament í Los Angels (fyrstur íslendinga í sögunni til að vinna tournament þar í landi) og nú gull á HSK Box Cup í Danmörku. Hnefaleikafélag Reykjavíkur kemur því heim með 3 gull og 2 góðar reynslur af HSK Box Cup 2025.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið