spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvað ætlar UFC að gera með Evrópumarkaðinn?

Hvað ætlar UFC að gera með Evrópumarkaðinn?

Í kvöld fer fram UFC Fight Night 30: Machida vs. Munoz í Manchester Englandi. UFC virðist ekki vera að einbeita sér mikið að Evrópumarkaðnum þessa stundina þar sem þeir hafa hingað til aðeins farið tvisvar til Evrópu á þessu ári. Bardagakvöldið á laugardaginn verður því þriðji og síðasta UFC viðburður ársins í Evrópu.

Oftar en ekki eru minni spámenn á þessum evrópsku kvöldum og eru UFC aðdáendur í Englandi orðnir þreyttir á of háu miðaverði miðað við gæði bardagamanna. Þegar þetta er skrifað er enn hægt að fá miða á kvöldið á mjög góðum stað (samt ekki gólfsæti), en kostar litlar 47 þúsund krónur! Þegar UFC hélt til London í febrúar á þessu ári var ekki uppselt þrátt fyrir að titilbardagi hafi verið í Bretlandi í fyrsta skipti síðan janúar 2008. Það er greinilegt að Englendingar eru óánægðir með miðaverðið miðað við gæði bardaganna sem UFC hefur boðið upp á. Þeir treysta á að hægt sé að fylla kvöldið af breskum bardagamönnum en það virðist ekki alveg vera nóg. Það er þó alltaf frábær stemning á pöllunum á þessum UFC kvöldum. Auk þess meiddist Michael Bisping og þá eru ekki margir spennandi breskir bardagamenn eftir þetta kvöld (þó að Machida sé mjög góður staðgengill) Pearson-Ross

UFC hefur tvisvar haldið viðburð í Svíðþjóð. Í bæði skiptin seldist upp á einum degi þrátt fyrir að þar hafi ekki verið mörg stór nöfn að berjast! Það er greinilega mikill áhugi á UFC á Norðurlöndunum og væri gaman ef UFC myndi einnig halda viðburði í Danmörku eða Finnlandi. Dana White hefur lýst því yfir að UFC ætli að fara til Írlands, Póllands og Þýskalands árið 2014. Einnig hefur lengi verið talað um að UFC ætli sér loksins til Rússlands. Það er greinilegt að það er mikill áhuga í Evrópu á UFC og hann á bara eftir að aukast. UFC þarf samt að passa sig á því að setja ekki bara einhverja bardagamenn á þessi UFC kvöld í Evrópu þó það hafi verið að virka vel í Svíðþjóð. Fólkið á skilið að fá að minnsta kosti einn titilbardaga á ári í Evrópu, eða það finnst Evrópubúanum allavegana..

Vonandi verður þetta frábært UFC kvöld í kvöld þar sem Machida tekur eitt gamalt og gott „counter“ rothögg og Jimi Manuwa sýnir sinn magnaða höggkraft. Ég er ekki að segja að þetta séu lélegir bardagar í kvöld því þarna eru frábærir bardagamenn eins og Machida, Manuwa og John Lineker en 3 UFC viðburðir á ári í Evrópu er ekki nógu gott að mínu mati.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Að keppa í MMA er nátturlega bannað eins og alvöru box(ekki ól box) en mér finnst 47k fyrir Machida vs Munoz í main event og Guillard vs Pearson í Co hrikalegt rán.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular