Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSkiptir bardaginn máli?

Skiptir bardaginn máli?

machida-munoz

Ég var að horfa á Conan the Barbarian með Arnold Schwarzenegger. Í byrjun er fjölskylda hans drepin og hann er alinn upp sem þræll og verður við það mjög sterkur. Hann er svo þjálfaður sem bardagamaður og berst í bardögum sem minna óneitanlega mikið á MMA. Bardagarnir voru til að skemmta áhorfendum eins og í Róm forðum. Fólk vill sjá blóð og ofbeldi en stundum er það ekki nóg fyrir MMA aðdáendur. Sumir hafa ekki mikinn áhuga ef bardaginn skiptir ekki máli. Menn þurfa að vera að berjast um titil eða berjast um tækifæri til að berjast um titil. Bardaginn getur líka verið um einhvern á uppleið sem þarf að standast próf eins og þegar Rory MacDonald barðist við B.J. Penn. Hann getur líka verið um erjur, gott dæmi er Wanderlei Silva vs. Chael Sonnen en það er bardagi sem skiptir í raun engu máli en þeir hafa byggt upp áhuga með því að rífast.

Hvaða máli skiptir þá bardagi helgarinnar, Machida vs. Munoz. Munoz er þegar hátt settur í millivigt en þetta er fyrsti bardagi Machida í vigtinni. Til að átta sig á mikilvægi bardagans þurfum við fyrst að hugsa um hverjir aðrir eru ofarlega á lista í þyngdarflokknum. Skv. lista UFC (http://www.ufc.com/rankings) eru þeir efstu tveir auðvitað Anderson Silva og Chris Weidman en þeir berjast aftur í lok desember. Silva er góður vinur Machida svo það er ólíklegt að þeir berjist ef báðir vinna sína næstu bardaga. Vitor Belfort er næstur á lista, hann þarf að komast í gegnum Dan Henderson 9. nóvember og er líklegur til að fá að berjast aftur um titilinn ef hann vinnur. Ronaldo Souza er að verða stórt nafn en hann þarf sennilega að vinna einn eða tvo bardaga í viðbót. Michael Bisping er meiddur á auga og Luke Rockhold er líka meiddur.

Niðurstaðan er því sú að sennilega fær sá sem vinnur þennan bardaga á milli Machida og Munoz tækifæri til að berjast um efsta sætið í þyngdarflokknum, kannski á móti Souza, og þar með fá tækifæri til að skora á meistarann ef þeir vinna. Þeir gætu því verið tveimur bardögum frá meistaranum. Er það nóg til að vekja áhuga? Er ekki nóg að þeir eru báðir mjög góðir með áhugaverða stíla? Þurfum við eitthvað meira?

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular