Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaHvað hefur gerst síðan Cain Velasquez varði titilinn síðast?

Hvað hefur gerst síðan Cain Velasquez varði titilinn síðast?

cainÁ vefsíðunni Reddit.com er áhugaverður þráður þar sem taldir eru upp nokkrir atburðir sem hafa átt sér stað síðan þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez varði titil sinn síðast.

Cain Velasquez hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða sem virðast engan endi taka. Eftir bardaga hans gegn dos Santos í október 2013 fór hann í aðgerð og átti að snúa aftur í október 2014. Þremur vikum fyrir bardagann meiddist hann aftur og kom Mark Hunt í hans stað. Velasquez mun væntanlega snúa aftur í sumar. Þó nokkuð margt hefur gerst síðan hann varði titil sinn síðast en hér að neðan förum við yfir nokkra af þessum atburðum.

  • Donald Cerrone er búinn að keppa sjö sinnum. Og vinna sjö sinnum.
  • 21 titilbardagi hefur verið haldinn.
  • Fimm nýir UFC meistarar hafa litið dagsins ljós.
  • Anderson Silva hefur keppt tvo titilbardaga, brotið eina löpp, farið í gegnum endurhæfingu og keppti gegn Nick Diaz í gærkvöldi.
  • Þrír menn hafa verið veltivigarmeistarar í UFC. Georges St. Pierre sigraði Johny Hendricks og lagði svo hanskana á hilluna. Hendricks varði titilinn gegn Robbie Lawler en tapaði síðan titlinum til hans í desember.
  • Íslenskir MMA keppendur hafa keppt 16 bardaga síðan Velasquez keppti síðast.

Auk þess eru fimm ár síðan Velasquez hefur mætt andstæðingi sem heitir ekki Antonio Silva eða Junior dos Santos. Til að setja það í samhengi hefur Donald Cerrone mætt 14 mismunandi andstæðingum á sama tímabili.

Einhverjir eru ósáttir við hve sjaldan Velasquez hefur tekist að verja beltið og vilja jafnvel láta hirða af honum beltið. Áætlað er að Velasquez mæti Fabricio Werdum í Mexíkó í júní næstkomandi og verðum við að krossa fingur til MMA-guðanna að hvorugur þeirra meiðist í millitíðinni.

Hægt er að lesa Reddit þráðinn hér.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Það eru nú ekki nema tæpt 4 og hálft ár síðan hann mætti brock í búrinu. Annars er þetta hræðilega sorglegt og hlýtur að segja að eitthvað þurfi að breyta æfingaferlinu. Menn æfa eins og þeir séu á ped en þar sem þeir eru það ekki þá þolir líkaminn ekki slíkt álag. Sama með Weidman.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular