spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 228?

Hvenær byrjar UFC 228?

UFC 228 fer fram í kvöld frá Dallas í Texas. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Darren Till og Tyron Woodley um veltivigtartitilinn.

13 bardagar verða á dagskrá í kvöld en upphaflega áttu þeir að vera 14. Titilbardagi Valentinu Shevchenko og Nicco Montano féll niður í gær eftir að Montano fékk nýrnabilun í niðurskurðinum. Sá bardagi átti að vera næstsíðasti bardagi kvöldsins en þar sem sá bardagi er úr sögunni mun bardagi Jimmie Rivera og John Dodson hoppa upp á aðalhluta bardagakvöldsins.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:15 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá í kvöld.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2)

Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley gegn Darren Till
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade gegn Karolina Kowalkiewicz
Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov gegn Brandon Davis
Bantamvigt: Jimmie Rivera gegn John Dodson
Veltivigt: Abdul Razak Alhassan gegn Niko Price

FX upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti):

Strávigt kvenna: Carla Esparza gegn Tatiana Suarez
Bantamvigt: Aljamain Sterling gegn Cody Stamann
Veltivigt: Geoff Neal gegn Frank Camacho
Millivigt: Charles Byrdgegn Darren Stewart

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:15):

Veltivigt: Diego Sanchez gegn Craig White
Léttvigt: Jim Miller gegn Alex White
Bantamvigt kvenna: Irene Aldana gegn Lucie Pudilová
Fluguvigt: Jarred Brooks gegn Roberto Sanchez

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular