UFC 250 fer fram í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Felicia Spencer en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
UFC 250 fer fram í Apex æfingaaðstöðu UFC í Las Vegas fyrir luktum dyrum. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:00 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Aðalhluti bardagakvöldsins er á Pay Per View og kostar 30,49 dollara (4.035 ISK). Hér að neðan má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00):
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Felicia Spencer
Bantamvigt: Raphael Assunção gegn Cody Garbrandt
Bantamvigt: Aljamain Sterling gegn Cory Sandhagen
Veltivigt: Neil Magny gegn Anthony Rocco Martin
Bantamvigt: Eddie Wineland gegn Sean O’Malley
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti):
Fjaðurvigt: Alex Caceres gegn Chase Hooper
Millivigt: Ian Heinisch gegn Gerald Meerschaert
Fjaðurvigt: Cody Stamann gegn Brian Kelleher
Millivigt: Charles Byrd gegn Maki Pitolo
UFC Fight Pass / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:00):
Fluguvigt: Alex Perez gegn Jussier Formiga
Léttþungavigt: Alonzo Menifield gegn Devin Clark
Hentivgt (150 pund): Evan Dunham gegn Herbert Burns