0

Alexander Gustafsson fer upp í þungavigt og mætir Fabricio Werdum

Mynd: MMA Viking.

Alexander Gustafsson ætlar greinilega að taka hanskana af hillunni. Gustafsson mætir Fabricio Werdum í júlí og það í þungavigt.

Alexander Gustafsson var lengi vel einn af bestu bardagamönnum léttþungavigtarinnar. Svíinn fékk þrjá titilbardaga í UFC en mistókst í öll skiptin að ná titlinum.

Eftir tap gegn Anthony Smith á heimavelli fyrir rúmu ári síðan ákvað Gustafsson að hætta. Gustafsson er 33 ára gamall og er greinilega ekki hættur. Gustafsson ætlar upp í þungavigt og verður frumraun hans þar gegn Fabricio Werdum. Bardaginn fer fram þann 25. júlí á bardagaeyju UFC.

Werdum barðist síðast í maí þegar hann tapaði fyrir Aleksei Oleinik eftir dómaraákvörðun. Það var fyrsti bardagi Werdum eftir tveggja ára keppnisbann eftir fall á lyfjaprófi.

UFC er að setja saman stórt bardagakvöld þann 25. júlí. Þetta er þriðji bardaginn sem er settur saman á bardagakvöldið en aðrir bardagar sem sagðir eru vera á kvöldinu er viðureign Robert Whittaker og Darren Till og bardagi Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira gegn Mauricio ‘Shogun’ Rua.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.