UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Curtis Blaydes og Alexander Volkov.
Curtis Blaydes hefur verið á góðu skriði undanfarið en hann er 8-2 (1) í UFC. Hann hefur unnið stór nöfn eins og Junior dos Santos, Mark Hunt og Alistair Overeem en einu töpin hans komu bæði gegn Francis Ngannou.
Volkov hefur unnið sjö af síðustu átta bardögum sínum en eina tapið kom gegn Derrick Lewis. Volkov var að vinna Lewis örugglega en Lewis náði óvæntu rothöggi seint í síðustu lotunni.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC. Hér má sjá bardaga kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)
Þungavigt: Curtis Blaydes gegn Alexander Volkov
Fjaðurvigt: Josh Emmett gegn Shane Burgos
Bantamvigt kvenna: Raquel Pennington gegn Marion Reneau
Veltivigt: Belal Muhammad gegn Lyman Good
Hentivigt (160 pund): Jim Miller gegn Roosevelt Roberts
ESPN/ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:00)
Léttvigt: Clay Guida gegn Bobby Green
Strávigt kvenna: Tecia Torres gegn Brianna Van Buren
Millivigt: Marc-André Barriault gegn Oskar Piechota
Fluguvigt kvenna: Cortney Casey gegn Gillian Robertson
Hentivigt (158 pund)*: Frank Camacho gegn Justin Jaynes
Fluguvigt kvenna: Roxanne Modafferi gegn Lauren Murphy
Léttvigt: Austin Hubbard gegn Max Rohskopf