UFC er með bardagakvöld í Singapúr í fyrramálið þar sem þeir Donald Cerrone og Leon Edwards mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá hvaða bardagar eru á dagskrá og hvenær þeir hefjast.
Þar sem bardagakvöldið er í Asíu eru bardagarnir á fínum tíma hér á Íslandi. Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 8:30 (laugardagsmorgunn) en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 12. Allir bardagarnir eru aðgengilegir á Fight Pass rás UFC.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 12)
Veltivigt: Donald Cerrone gegn Leon Edwards
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Tyson Pedro
Fluguvigt kvenna: Jessica-Rose Clark gegn Jessica Eye
Veltivigt: Li Jingliang gegn Daichi Abe
UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hejast kl. 8:30)
Bantamvigt: Teruto Ishihara gegn Petr Yan
Bantamvigt: Felipe Arantes gegn Song Yadong
Fjaðurvigt: Rolando Dy gegn Shane Young
Veltivigt: Song Kenan gegn Hector Aldana
Veltivigt: Shinsho Anzai gegn Jake Matthews
Strávigt kvenna: Yan Xiaonan gegn Viviane Pereira
Fluguvigt: Matt Schnell gegn Naoki Inoue
Fluguvigt: Jenel Lausa gegn Ulka Sasaki
Fluguvigt kvenna: Ji Yeon Kim gegn Melinda Fabian