0

Myndband: Sean O’Connell bauð andstæðingnum upp á pizzu í vigtuninni

Það er alltaf stutt í grínið hjá Sean O’Connell. Þessi skemmtilegi bardagamaður barðist á PFL 2 bardagakvöldinu í gær og brá á leik í vigtuninni fyrir bardagann.

Sean O’Connell mætti Ronny Markes á PFL 2 bardagakvöldinu í Chicago í gær. Í vigtuninni á miðvikudaginn mætti hann með ekta Chicago pizzu fyrir andstæðinginn sinn. Markes tók vel í þetta og fékk sér smá bita af pizzunni.

Það var nóg að gera hjá O’Connell í gær. Áður en hann mætti Markes var hann að lýsa upphitunarbardögum kvöldsins. Þegar upphitunarbardagarnir kláruðust fór hann inn í klefa að hita upp og rotaði svo Markes í 2. lotu.

O’Connell er þekktur fyrir að bregða á leik í vigtuninni en hér er búið að taka saman nokkra skemmtilega takta hjá honum þegar hann var í UFC á sínum tíma.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.