Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJMusumeci stefnir á tvö belti - Superfight

Musumeci stefnir á tvö belti – Superfight

Ein stærsta glímuviðureign í sögu One Championship mun fara fram í Denver föstudaginn 6. September þegar Mikey Musumeci mun mæta núverandi léttvigtarmeistaranum Kade Ruotolo. 

One Championship mun halda sýningu í Bandaríkjunum að nýju þann 6. September í Ball Arena í Denver. One heldur ekki margar sýningar í Bandaríkjunum, en ætlar sér greinilega að halda svakalegt bardagakvöld þar í landi og minna bardaga aðdáendur á sig með 3 titilbardögum í þremur mismunandi bardagaíþróttum.


Glíman milli Musumeci og Ruotolo stendur helst upp úr á þessu bardagakvöldi, en þeir eru taldir vera tveir efnilegustu pound for pound glímumennirnir í One um þessa stundina. Musumeci mun fara upp um litla þrjá þyngdarflokka til að mæta Ruotolo í léttvigtinni og freista þess að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum samtímis, en Musumecti er vanur að glíma í fluguvigtinni.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular