Monday, May 27, 2024
HomeErlentÞetta er það helsta frá UFC í nótt - Myndbrot

Þetta er það helsta frá UFC í nótt – Myndbrot

Það var ágætlega skemmtilegt Apex kvöld í nótt, rétt áður en UFC heldur út til Brasilíu fyrir UFC 301.

Perez rotaði Nicolau

Matheus Nicolau var talinn líklegri aðilinn komandi inn í þennan bardaga. Nicolau var búinn að vinna 4 af síðustu 5 bardögum innan UFC og héldu flestir að tapið síðast, gegn Brandon Royval, hafði verið reynslutap og að Nicolau myndi sanna hvað í sér býr gegn Perez, sem var sjálfur á 3 bardaga taphrynu. Perez hins vegar rotaði Nicolau í fyrstu lotu með svakalegri hægri sem að tók fæturna algjörlega undan Nicolau.

Onama og Pearce gáfu ekkert eftir á síðustu sekúndunum

Jonathan Pearce treysti mikið á glímuna sína í bardaganum og ætlaði að setja Onama í gólfið og geyma hann þar allan bardagann. Onama nýtti sér mikinn sprengikraft í hvert skiptið sem að Pearce náði bakinu hans og tókst að losa sig í kjölfarið. Þegar kom að standandi leik sýndi Onama yfirburði, en þreytan sem fylgdi glímunni virtist jafna leikinn. Það var allt í járnum á loka metrunum og ljóst að hvorugur þeirra ætlaði að gefa eftir. 

Uros Medic með hrikalega vel tímasett upphögg.

Tim “Dirty Bird” Means er klárlega kominn á síðari hluta ferilsins og er ekki alveg sami maður og hann var áður. Hann mætti unga efninu Uros medic sem var ekki lengi að afgreiða Means með hrikalega vel tímasettu upphöggi sem tryggði honum Performance of the Night bonus í þokkabót. 

Velkominn í UFC Jhonata Diniz.

Austen Lane var mikið efni þegar hann kom inn í UFC, en hefur ekki tekist að finna sig almennilega á stóra sviðinu. Jhonata Diniz þreytti UFC frumraun sína gegn Austen og var ekki lengi að sýna áhorfendum hvor er efnilegri. Lane tókst að taka Diniz í gólfið og halda honum þar í fyrstu lotu, en eftir það var tankurinn hans Austen búinn og debitkortið komið í yfirdrátt. Diniz smell hitti Austen með vinstri krók og batt enda á bardagann snemma í annarri lotu. 

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular