UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Paul Felder og Rafael dos Anjos.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins er einnig í beinni útsendingu á ViaPlay með íslenskri lýsingu.
Upphaflega átti Rafael dos Anjos að mæta Islam Makhachev í aðalbardaga kvöldsins. Islam þurfti hins vegar að draga sig úr bardaganum eftir sýkingu og kemur Paul Felder í hans stað með minna en viku fyrirvara. Þetta verður fyrsti bardagi dos Anjos í léttvigt síðan hann tapaði fyrir Tony Ferguson árið 2016.
Fjölmargir bardagar hafa dottið út á kvöldinu vegna meiðsla. Þá datt einn bardagi niður í gær, Saparbek Safarov gegn Julian Marquez, eftir að Safarov var í vandræðum með niðurskurðinn. Þrír aðrir bardagamenn náðu ekki vigt í gær en bardagar þeirra fara áfram í hentivigt (e. catchweight).
*UPPFÆRT*
Eryk Anders hefur dregið sig úr bardaganum en hann þurfti að fara upp á spítala eftir niðurskurðinn í gær. Bardagi Louis Smolka féll einnig niður síðar í dag.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)
Léttvigt: Paul Felder gegn Rafael dos Anjos
Hentivigt (172,5 pund*): Abdul Razak Alhassan gegn Khaos Williams
Strávigt kvenna: Ashley Yoder gegn Miranda Granger
Hentivigt (195 pund): Brendan Allen gegn Sean Strickland
Strávigt kvenna: Kay Hansen gegn Cory McKenna
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Veltivigt: Alex Morono gegn Rhys McKee
Strávigt kvenna: Randa Markos gegn Kanako Murata
Bantamvigt: Geraldo de Freitas gegn Tony Gravely
Þungavigt: Don’Tale Mayes gegn Roque Martinez
*Abdul Razak Alhassan náði ekki vigt
**Louis Smolka náði ekki vigt