0

Úrslit ONE: Inside the Matrix III

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem fimm bardagar voru á dagskrá.

Af bardögunum fimm enduðu fyrstu fjórir allir í dómaraákvörðun. Augu allra voru á Brasilíumanninum Yuri Simoes í þriðja bardaganum í dag en þetta var frumraun hans í MMA. Simoes þykir einn allra besti Jiu-Jitsu glímumaður sinnar kynslóðar.

Frumraunin var á móti Kínverjanum Fan Rong (13-2). Fan Rong var með mjög gott plan á móti Simoes og náði að halda bardaganum standandi nánast allan tíman. Hann varðist vel fellum Simoes mjög vel og náði mörgum mjög góðum höggum á Brasilíumanninn. Sigur kínverjans var aldrei í hættu og endaði bardaginn með einróma dómaraákvörðun Fan Rong í vil. Simoes stóð langt undir væntingum og að bardaganum að dæma, þá á hann langt í land með að verða góður MMA bardagamaður.   

Mynd: ONE Championship.

Aðalbardaginn fór fram á milli fyrrum bantamvigtarmeistara ONE, Kevin Belingon, og John Lineker sem var áður í UFC. Báðir bardagamenn miklir rotarar – Lineker þekktur fyrir þunga króka og upphögg en Kevin Belingon þekktur fyrir að vera viltur og rota með alls konar snúnings spörkum.

Bardaginn stóð undir væntingum. John Lineker pressaði Belingon mjög vel en Belingon notaði hvert tækifæri til að sýna snúnings spörkin sín. Í annarri lotu náði Lineker þungu upphöggi á Belingon sem fell á strigann, Lineker fylgdi því vel eftir og dómarinn stöðvaði bardagann. Annar sigur Lineker í ONE og verður spennandi að sjá hann mæta ONE bantamvigtarmeistaranum Bibiano Fernandes næst.

Næsta ONE Championship kvöld verður næsta föstudag, þó með öðru sniði þar sem að aðalbardagi kvöldsins verður kickbox bardagi. Fimm bardagar verða þá á dagskrá, þrír MMA bardagar, einn kickbox og einn Muay Thai. Frábært tækifæri til að sjá þessar tvær íþróttir beint á mjög háu getustigi. Bardagakvöldið er þó hluti af Inside the Matrix seríunni og heitir það ONE: Inside the Matrix IV

Úrslit ONE: Inside the Matrix III

Bantamvigt: John Lineker sigraði Kevin Belingon með tæknilegu rothöggi í 2. lotu (1:16)
Hentivigt (64 kg): Geje Eustaquio sigraði Song Min Jong eftir dómaraákvörðun
Veltivigt: Murad Ramazanov sigraði Hiroyki Tetsuka eftir  dómaraákvörðun                                     
Millivigt: Fan Rong sigraði Yuri Simoes eftir dómaraákvörðun
Strávigt: Hiroba Minowa sigraði Lito Adiwang með klofinni dómaraákvörðun.

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild sinni:

Latest posts by Daníel Gunnar Sigurðsson (see all)

Daníel Gunnar Sigurðsson

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.