UFC er með bardagakvöld á bardagaeyjunni í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Irene Aldana.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 2:30 í nótt. Aðalhluti bardagakvöldsins verður sýndur á ViaPlay með íslenskri lýsingu en einnig er hægt að horfa á alla bardagana á Fight Pass rás UFC.
Aðalbardagi kvöldsins er mikilvægur í bantamvigt kvenna. Ef Irene Aldana sigrar mun hún að öllum líkindum fá titilbardaga gegn Amanda Nunes í bantamvigt. Það er svo önnur saga ef Holly Holm vinnur enda er stutt síðan Amanda Nunes rotaði hana í 1. lotu.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:30)
Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Irene Aldana
Þungavigt: Yorgan de Castro gegn Carlos Felipe
Bantamvigt kvenna: Germaine de Randamie gegn Julianna Peña
Bantamvigt: Kyler Phillips gegn Cameron Else
Millivigt: Dequan Townsend gegn Duško Todorović
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:30)
Veltivigt: Carlos Condit gegn Court McGee
Fjaðurvigt: Charles Jourdain gegn Josh Culibao
Millivigt: Jordan Williams gegn Nassourdine Imavov
Strávigt kvenna: Loma Lookboonmee gegn Jinh Yu Frey
Bantamvigt: Casey Kenney gegn Heili Alateng
Léttvigt: Luigi Vendramini gegn Jessin Ayari