UFC er með lítið bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Pedro Munhoz og Frankie Edgar.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 00:30. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC.
Þetta verður frumraun Frankie Edgar í bantamvigt í kvöld. Edgar var léttvigtarmeistari UFC frá 2010-2012 en hefur verið í fjaðurvigt síðan 2013. Nú tekur hann skrefið niður í bantamvigt og verður áhugavert að sjá hvernig hinum 38 ára Edgar á eftir að vegna í nýjum flokki.
Alonzo Menifield fær ágætis próf í kvöld þegar hann mætir Ovince St. Preux. Menifield er efnilegur en er að koma til baka eftir sitt fyrsta tap. Hér að neðan má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá í kvöld.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 00:30)
Bantamvigt: Pedro Munhoz gegn Frankie Edgar
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Alonzo Menifield
Léttþungavigt: Marcin Prachnio gegn Mike Rodríguez
Fluguvigt kvenna: Mariya Agapova gegn Shana Dobson
Veltivigt: Daniel Rodriguez gegn Dwight Grant
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Strávigt kvenna: Amanda Lemos gegn Mizuki Inoue
Léttvigt: Austin Hubbard gegn Joe Solecki
Léttþungavigt: Isaac Villanueva gegn Jordan Wright
Veltivigt: Carlton Minus gegn Matthew Semelsberger
Hentivigt (140 pund): Timur Valiev gegn Trevin Jones