UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Alexander Volkov og Alistair Overeem en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Þungavigtin verður í aðalhlutverki í kvöld þegar þeir Overeem og Volkov mætast. Báðir eru mjög reynslumiklir en samanlagt eru þeir með 104 bardaga í MMA. Overeem ætlar sér að ná UFC beltinu áður en hann hættir og þarf að komast í nokkrar hindranir í viðbót til að komast þangað.
Fyrsti bardagi kvöldisns hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluta bardagakvöldsins er hægt að sjá á ViaPlay með íslenskri lýsingu.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 1:00)
Þungavigt: Alistair Overeem gegn Alexander Volkov
Bantamvigt: Cory Sandhagen gegn Frankie Edgar
Léttvigt: Michael Johnson gegn Clay Guida
Fluguvigt: Alexandre Pantoja gegn Manel Kape
Fjaðurvigt: Cody Stamann gegn Askar Askar
Léttvigt: Carlos Diego Ferreira gegn Beneil Dariush
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Léttþungavigt: Mike Rodríguez gegn Danilo Marques
Hentivigt (160 pund): Devonte Smith gegn Justin Jaynes
Bantamvigt kvenna: Karol Rosa gegn Joselyne Edwards
Fluguvigt kvenna: Molly McCann gegn Lara Procópio
Fjaðurvigt: Seung Woo Choi gegn Youssef Zalal
Fjaðurvigt: Timur Valiev gegn Martin Day
Fjaðurvigt: Ode Osbourne gegn Jerome Rivera