UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Marina Rodriguez og Michelle Waterson.
Upphaflega áttu þeir T.J. Dillashaw og Cory Sandhagen að mætast í aðalbardaga kvöldsins. Dillashaw meiddist hins vegar á dögunum og fer bardaginn fram síðar á árinu. Þar sem lítill tími var til að finna nýjan aðalbardaga kvöldsins munu þær Marina Rodriguez og Michelle Waterson vera í fimm lotu aðalbardaga kvöldsins en þær voru upphaflega í næstsíðasta bardaga kvöldsins.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni á Viaplay með íslenskri lýsingu.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)
Fluguvigt kvenna: Marina Rodriguez gegn Michelle Waterson
Veltivigt: Donald Cerrone gegn Alex Morono
Veltivigt: Neil Magny gegn Geoff Neal
Þungavigt: Maurice Greene gegn Marcos Rogério de Lima
Hentivigt (160,5 pund*): Carlos Diego Ferreira gegn Gregor Gillespie
Strávigt kvenna: Amanda Ribas gegn Angela Hill
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Millivigt: Phil Hawes gegn Kyle Daukaus
Fjaðurvigt: Ľudovít Klein gegn Michael Trizano
Millivigt: Jun Yong Park gegn Tafon Nchukwi
Veltivigt: Christian Aguilera gegn Carlston Harris
*Carlos Diego Ferreira náði ekki vigt.