Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC er á dagskrá í kvöld. Bardagakvöldið er ansi veglegt en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja í kvöld.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins er sýndur á ViaPlay með íslenskri lýsingu.
Bardagakvöldið er með því betra sem UFC gæti boðið upp og mörg þekkt nöfn að berjast. Aðalbardagi kvöldsins verður áhugavert próf fyrir Geoff Neal en hann hefur unnið alla bardaga sína í UFC til þessa.
Marlon Vera reynir að klífa upp metorðastigann í bantamvigtinni og fær reynsluboltann Jose Aldo. Það verður síðan mjög áhugavert að sjá hvað gerist þegar þeir villtu Michel Pereira og Khaos Williams mætast í búrinu.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)
Veltivigt: Stephen Thompson gegn Geoff Neal
Bantamvigt: José Aldo gegn Marlon Vera
Veltivigt: Michel Pereira gegn Khaos Williams
Bantamvigt: Marlon Moraes gegn Rob Font
Þungavigt: Marcin Tybura gegn Greg Hardy
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:00)
Veltivigt: Anthony Pettis gegn Alex Morono
Bantamvigt kvenna: Sijara Eubanks gegn Pannie Kianzad
Hentivigt (195 pund): Deron Winn gegn Antônio Arroyo
Fluguvigt kvenna: Gillian Robertson gegn Taila Santos
Millivigt: Tafon Nchukwi gegn Jamie Pickett
Fluguvigt: Jimmy Flick gegn Cody Durden
Hentivigt (160 pund): Christos Giagos gegn Carlton Minus