UFC er með sitt fjórða og síðasta bardagakvöld á Yas Island í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Darren Till í stórum bardaga í millivigtinni.
Whittaker og Till áttu ekki í neinum vandræðum í vigtuninni í gær og vógu þeir báðir 186 pund. Þetta er í fyrsta skiptið sem Whittaker stígur aftur inn í búrið síðan hann tapaði millivigtartitlinum til Israel Adesanya þann 6. október 2019. Þetta verður annar bardagi Till í millivigtinni en síðast vann hann Kelvin Gastelum á klofnum dómaraúrskurði í nóvember síðastliðinum.
Alexander Gustafsson var 240 pund í vigtuninni en þetta verður fyrsti bardagi hans í þungavigt. Gustafsson hefur rifið hanskana af hillunni en frumraun hans í þungavigtinni verður gegn Fabricio Werdum í þriðja seinasta bardaga kvöldsins.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Allir bardagarnir verða á Fight Pass rás UFC.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)
Millivigt: Robert Whittaker gegn Darren Till
Léttþungavigt: Mauricio Rua gegn Antonio Rogerio Nogueira
Þungavigt: Fabricio Werdum gegn Alexander Gustfsson
Strávigt kvenna: Carla Esparza gegn Marina Rodriguez
Léttþungavigt: Paul Craig gegn Gadzhimurad Antigulov
Veltivigt: Alex Oliveira gegn Peter Sobotta
Veltivigt: Khamzat Chimaev gegn Rhys McKee
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:00)
Hentivigt (160 pund*): Francisco Trinaldo gegn Jai Herbert
Veltivigt: Nicolas Dalby gegn Jesse Ronson
Þungavigt: Tom Aspinall gegn Jake Collier
Fjaðurvigt: Movsar Evloev gegn Mike Grundy
Þungavigt: Tanner Boser gegn Raphael Pessoa
Bantamvigt kvenna: Bethe Correia gegn Pannie Kianzad
Veltivigt: Ramanzan Emeev gegn Niklas Stolze
Bantamvigt: Nathaniel Wood gegn John Castenda
*Francisco Trinaldo náði ekki vigt.