Saturday, April 20, 2024
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Figueiredo vs. Benavidez 2

Úrslit UFC Fight Night: Figueiredo vs. Benavidez 2

UFC var með bardagakvöld á Yas Island í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Deiveson Figueiredo og Joseph Benavidez en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið var nokkuð skemmtilegt. Deiveson Figueiredo er nýr fluguvigtarmeistari UFC. Figueiredo sló Benavidez þrisvar niður og svæfði hann svo með uppgjafartaki strax í 1. lotu. Miklir yfirburði – ekkert umdeilt þarna og Figueiredo loksins orðinn meistari.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fluguvigt: Deiveson Figueiredo sigraðiJoseph Benavidez með uppjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:48 í 1. lotu.
Millivigt: Jack Hermansson sigraði Kelvin Gastelum með uppgjafartaki (heel hook) eftir 1:18 í 1. lotu.
Léttvigt: Rafael Fiziev sigraði Marc Diakiese eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Fluguvigt kvenna: Ariane Lipski sigraði Luana Carolina með uppgjafartaki (kneebar) eftir 1:28 í 1. lotu.
Fluguvigt: Askar Askarov sigraði Alexandre Pantoja eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).

ESPN/ESPN+ upphitunarbardagar:

Léttþungavigt: Roman Dolidze sigraði Khadis Ibragimov með tæknilegu rotöggu (knee and punches) eftir 4:15 í 1. lotu.
Hentivigt (150 pund): Grant Dawson sigraði Nad Narimani eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Joel Álvarez sigraði Joseph Duffy með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:25 í 1. lotu.
Bantamvigt: Brett Johns sigraði Montel Jackson eftir dómaraákvörðun
Bantamvigt: Amir Albazi sigraði Malcolm Gordon með uppgjafartaki (triangle choke) eftur 4:42 í 1. lotu.
Léttvigt: Arman Tsarukyan sigraði Davi Ramos eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Sergey Spivak sigraði Carlos Felipe eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular