spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC on Fox 24 í kvöld?

Hvenær byrjar UFC on Fox 24 í kvöld?

UFC er með ansi gott bardagakvöld í Kansas í kvöld þar sem Demetrious Johnson mætir Wilson Reis í aðalbardaga kvöldsins. En hvenær byrja bardagarnir?

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 20 og verður í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC.

13 bardagar eru á dagskrá en þetta er í fyrsta sinn í sögu UFC sem barist verður í öllum tíu þyngdarflokkum UFC á einu kvöldi. Hér má sjá bardaga kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)

Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Wilson Reis
Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Michelle Waterson
Millivigt: Ronaldo Souza gegn Robert Whittaker
Fjaðurvigt: Jeremy Stephens gegn Renato Moicano

Fox upphitunarbardagar (hefjast kl 22)

Þungavigt: Alexander Volkov gegn Roy Nelson
Bantamvigt: Patrick Williams gegn Tom DuQuesnoy
Léttvigt: Bobby Green gegn Rashid Magomedov
Fluguvigt: Tim Elliott gegn Louis Smolka

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 20)

Bantamvigt: Aljamain Sterling gegn Augusto Mendes
Léttþungavigt: Devin Clark gegn Jake Collier
Millivigt: Anthony Smith gegn Andrew Sanchez
Veltivigt: Zak Cummings gegn Nathan Coy
Bantamvigt kvenna: Ashlee Evans-Smith gegn Ketlen Vieira

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular