spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær hefst ONE Dangal?

Hvenær hefst ONE Dangal?

ONE Championship verður með bardagakvöld á Laugardaginn í Singapúr. Kvöldið heitir ONE Dangal.

Nafn kvöldsins, Dangal, merkir heiður, heilindi og reisn í Tagalog sem er tungumálið sem talað er á Filippseyjum. Merking orðsins á hindí er bardaga agi eða glíma en hindí er töluð meðal annars víðsvegar á Indlandi. Nafnið hefur því sitt hvora merkinguna fyrir báða bardagamenn í aðalbardaga kvöldsins því þeir eru einmitt frá Filipseyjum og Indlandi.

Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í þungavigt á milli Brandon Vera frá Filippseyjum og Bandaríkjunum og Indverjans Arjan Bhullar, sem er þekktasti bardagamaður Indlands. Bhullar á fjóra bardaga í UFC, þrjá sigra og eitt tap en árið 2019 samdi hann við ONE Championship og hefur barist þar einu sinni þegar hann sigraði Ítalann Mauro Cerilli eftir dómaraákvörðun.

Brandon Vera kannast eflaust margir við enda var ferill hans í UFC langur (frá árinu 2005 til 2013) hann er ríkjandi þungavigtarmeistari í ONE frá árinu 2015 en titilvarnir hans hafa einungis verið fjórar á þessum 6 árum. ONE hefur ekki lagt mikið uppúr þungavigtinni og eru fáir þungavigtarbardagamenn á þeirra snærum.

Brandon Vera er gríðarlega vinsæll í Asíu og mikil eftirvænting skapast fyrir kvöldum sem hann berst á. Hann er ósigraður í þungavigtinni í ONE og hefur unnið alla fimm bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu. Arjan Bhullar verður að teljast lang sterkasti andstæðingur hans í ONE þungavigtinni til þessa og verður spennandi að sjá hvernig bardaginn fer.

Kvöldið byrjar klukkan 10 á laugardagsmorgun og er streymt á Youtube rás ONE Championship. Kvöldið er frábær upphitun fyrir UFC 262 sem er á laugardagskvöldið.

En einnig er hægt að horfa á hér fyrir neðan:

Bardagakvöldið (hefst kl. 10:00)

Þungavigt titilbardagi: Brandon Vera (16-8) gegn Arjan Singh Bhullar (10-1)
Bantamvigt Muay Thai: Tawanchai Pk.Saenchai gegn Sean Clancy
Atómvigt kvenna: Bi Nguyen gegn Ritu Phogat
Hentivigt (58,3kg) kvenna: Ayaka Miura gegn Rayane Bastos
Hentivigt (65kg): Gurdarshan Mangat gegn Roshan Mainam

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular