Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeErlentUFC 262: Chandler og Oliveira náðu vigt

UFC 262: Chandler og Oliveira náðu vigt

Vigtunin fyrir UFC 262 fer fram um þessar mundir. Allt gengur samkvæmt óskum og eru nánast allir búnir að ná vigt.

Í aðalbardaga kvöldsins á UFC 262 mætast þeir Michael Chandler og Charles Oliviera um lausan titilinn í léttvigt. Oliviera var mættur fyrstur í vigtunina og var 155 pund slétt. Michael Chandler kom í kjölfarið og var einnig 155 pund. Það er því allt til reiður fyrir titilbardagann annað kvöld.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Tony Ferguson og Beneil Dariush í léttvigt. Dariush var fyrst 156,5 pund og var því hálfu pundi of þungur. Hann fékk að gera aðra tilraun og var 156 pund nokkrum mínútum síðar. Tony Ferguson var einnig 156 pund.

Sá eini sem klikkaði á vigtinni var Rogerio Bontorin en hann mætir Matt Schnell. Bontorin berst að öllu jöfnu í 125 punda fluguvigt en þessi bardagi í 135 pundunum. Bontorin náði ekki vigt og var 137 pund.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular