ONE Championship verður með bardagakvöld á miðvikudagskvöld í Singapúr. Kvöldið heitir ONE on TNT 1.
ONE on TNT 1 er eins og nafnið gefur til kynna fyrsta kvöldið af fjórum í ONE on TNT bardagakvölda seríunni. Á þessum kvöldum ætlar One Championship að sýna allra bestu og þekktustu bardagamennina sem eru á þeirra snærum. Bardagakvöldið er miðað að Bandaríkjamarkaði og byrjar kvöldið klukkan 00:30 eftir miðnætti á miðvikudaginn (aðfararnótt fimmtudags).
Í aðalbardaga kvöldsins mætir fyrrverandi UFC fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson og ONE fluguvigtarmeistarinn Adriano Moraes (18-3). Demetrious Johnson þarf vart að kynna, en meistarinn Adriano Moraes hefur haldið titlinum í fluguvigtinni í ONE nánast óslitið síðustu 5 árin. Hann er gríðarlega öflugur bardagamaður, með bakgrunn í judo, capoeira og er með svart belti í brasilísku Jiu-Jitsu. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á ferlinum og oftar en ekki á þessum 5 árum sem hann hefur verið meistari, hefur annað belti (bráðabirgðartitill) gengið á milli manna í þyngdarflokknum. Þegar hann er heill heilsu, hefur hann svo sameinað titlana en meiðst aftur og rikið dustað af bráðabirgðarbeltinu þangað til hann sameinar þau aftur.
Bardaga milli Johnson og Moraes hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu í ONE síðan Johnson skrifaði undir hjá samtökunum árið 2018. Bardagi milli þeirra tveggja átti að fara fram 10. apríl í fyrra en var frestað vegna Covid-19 faraldursins. Þessi bardagi er einn áhugaverðasti bardagi í fluguvigtinni síðustu ára. Allir vita hvað Demetrious Johnson getur en það er mat greinarhöfundar að hann gæti átt í miklu basli með Moraes og jafnvel tapað.
Demetrious Johnson hefur barist þrisvar sinnum í ONE en allir hans bardagar hafa verið háðir í 8-manna úrsláttakeppni (Grand-Prix) í fluguvigtinni um sérstakan Grand-Prix titil sem hann vann. Keppnin var haldin m.a. vegna meiðsla meistarans, Adriano Moraes.
Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast fyrverandi UFC og Bellator meistarinn Eddie Alvarez og Iuri Lapicus frá Moldavíu. Alvarez hefur barist tvisvar sinnum í ONE. Hann tapaði fyrri bardaganum mjög óvænt á móti Timofey Nastyukhin þar sem hann var rotaður í fyrstu lotu. Í seinni bardaganum vann hann Eduard Folayang með uppgjafartaki í fyrstu lotu. Sá bardagi var í ágúst 2019 en Alvarez hefur því ekki barist í rúmt eitt og hálft ár.
Iuri Lapicus á þrjá bardaga í ONE Championship, tveir sigrar og eitt tap. Hans eina tap á ferlinum kom í titilbardaga á móti léttvigtarmeistaranum Christian Lee, sem ver titilinn sinn í næstu viku á móti fyrrnefndum Timofey Nastyukhin á ONE on TNT 2. Ef Eddie Alvarez vinnur bardagan sinn er ekki ósennilegt að hann mæti sigurvegara í þeim bardaga um titilinn.
Í fyrsta bardaga kvöldsins snýr Senegalinn Oumar „Reug Reug“ Kane (2-0) aftur í hringinn í sínum öðrum bardaga í samtökunum. Kvöldið byrjar klukkan 00:30. Kvöldinu er streymt beint frítt á Youtube rás ONE Championship
Einnig er hægt að horfa á streymið hér fyrir neðan:
Bardagakvöldið (hefst kl. 00:30 aðfararnótt fimmtudags)
Fjaðurvigt titilbardagi: Adriano Moraes (18-3) gegn Demetrious Johnson (30-3-1)
Léttvigt: Eddie Alvarez (30-7) gegn Iuri Lapicus (14-1)
Muay Thai Hentivigt: Rodtang Jitmuangnon gegn Danial Williams
Veltivigt: Tyler McGuire (12-1) gegn Raimond Magomedaliev (7-1)
Þungavigt: Patrick Schmid (0-0) gegn Oumar Kane (2-0)