spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeUncategorizedONE on TNT 1 úrslit

ONE on TNT 1 úrslit

Stærsta ONE Championship kvöld ársins var haldið í gærkvöldi í Singapore. Kvöldið fór ekki fram á hefðbundum tíma fyrir ONE bardagakvöld, sem venjulega er haldið í hádeginu á föstudögum. Samtökin eru að herja á Bandaríkjamarkað í þessum mánuði í samstarfi við TNT sjónvarpstöðina í Bandaríkjunum og þess vegna var þessi óvenjulega tímasetning fyrir valinu.

Fyrrum UFC meistararnir Demetrious Johnson og Eddie Alvarez voru mættir til leiks, Demetrious Johnson að berjast um ONE fjaðurvigtar titilinn við meistarann Adriano Moraes og Eddie Alvarez að berjast á móti Iuri Lapicus í þýðingarmiklum bardaga í léttvigtinni.

Bardagi Eddie Alvarez og Iuri Lapicus stóð ekki lengi yfir, Eddie náði bardaganum niður í gólfið mjög fljótlega, þar lét hann höggin dynja á Lapicus, höggin fóru flest í hnakka Lapicus, sem er ólöglegt, dómarinn stöðvaði bardagann eftir rúma mínútu og fékk Alvarez rauða spjaldið, og dæmdur úr leik. Í viðtali eftir bardagann var Eddie Alvarez mjög vonsvikinn og baðst fyrirgefningar á þessu öllu saman. Baksviðs brotnaði hann niður og má sjá myndband af því hér fyrir neðan, ásamt höggunum sem dæmd voru ólögleg:

Aðalbardagi kvöldsins var mjög jafn, Demetrious Johnson hélt vel standandi pressu á Adriano Moraes fyrri hluta fyrstu lotu. Demetrious náði Moraes í gólfið um miðja lotuna en endar fljótt undir þar sem Moraes hafi yfirhöndina þar til lotan kláraðist. Um miðja aðra lotu nær Moraes góðu upphöggi sem fellir Johnson, Moraes fylgir eftir með hnénu í andlit Johnson, þar sem hann situr á striganum og rotast við höggið. Annað umdeilda atvikið á kvöldinu, reglurnar eru hinsvegar þær, að þetta er löglegt í ONE Championship, keppendur vita af þessari reglu og því ekki hægt að mótmæla niðurstöðu bardagans. Adriano Moraes er því enn fluguvigtarmeistarinn í ONE Championship.

hér fyrir neðan má sjá rothöggið:

Miðvikudaginn 14. apríl er ONE on TNT 2 þar sem aðalbardaginn er á milli Christian Lee og Timofey Nastyukin um léttvigtartitilinn

Hér fyrir neðan má sjá kvöldið í heild sinni:

Úrslit ONE on TNT 1;

Fjaðurvigt titilbardagi: Adriano Moraes (19-3) sigraði Demetrious Johnson (30-4-1) með rothöggi í annari lotu
Léttvigt: Iuri Lapicus (15-1) var dæmdur sigur gegn Eddie Alvarez (30-8) vegna ólöglegra högga í hnakka í fyrstu lotu.
Muay Thai hentivigt (61,5kg) Rodtang Jitmuangnon sigraði Danial Williams með dómaraákvörðun
Veltivigt: Raimond Magomedaliev (8-1) sigraði Tyler McGuire (12-2) með dómaraákvörðun.
Kickbox fjaðurvigt: Enriko Kehl sigraði Chingiz Allazov með klofinni dómaraákvörðun
Þungavigt: Oumar Kane (3-0) sigraði Patrick Schmid (0-1) með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular