spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKarate Combat að skipuleggja 4 manna mót

Karate Combat að skipuleggja 4 manna mót

Luke Rockhold greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Jaxxon sem “Rampage” Jackson stjórnar að Karate Combat hyggst halda 4 manna mót með Anderson Silva, Michael Bisping, Lyoto Machida og honum sjálfum en þeir eru allir fyrrverandi UFC meistarar.

Luke Rockhold barðist nýlega fyrir Karate Combat þegar hann mætti Bellator bardagamanninum og Glory kickboxaranum Joe Schilling sem hann sigraði með ground-n-pound í 3. lotu.

Michael Bisping lét hafa það eftir sér á youtube rás sinni stuttu eftir bardaga Rockhold að hann vilji snúa tilbaka til þess að mæta honum í Karate Combat. Hjólin hafa farið að snúast frekar hratt á þeim bænum og nú stefnir í 4 manna mót sem flestir UFC og MMA áhugamenn munu ekki láta framhjá sér fara.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular