Monday, May 20, 2024
HomeErlentDerrick Lewis sigraði Nascimento örugglega

Derrick Lewis sigraði Nascimento örugglega

Lewis átti hrikalega góðan bardaga á laugardagsnótt. Lewis sýndi að hann hefur bætt glímuna sína töluvert og er, eins og áður, með gríðarlegan kraft í höndunum sem getur slegið hvernig sem er út!

Lewis var einungis búinn að sigra einn bardaga af síðustu fimm komandi inn í viðureignina gegn Nascimento. Lewis sagðist vera í sínu besta formi frá upphafi fyrir bardagann en það voru ekki allir tilbúnir að trúa því þar sem Lewis hafði áður talað letilega um UFC metnaðinn sinn. Lewis hefur opinberlega sagst ekki nenna að berjast í fimm lotur og hefur virkað ósannfærandi þegar hann hefur þurft að glíma, þannig efuðust sumir aðdáendur um staðhæfingar Lewis. 

Lewis hins vegar tróð sokk upp í gagnrýnendur sína þegar hann sýndi bætta glímueiginleika ásamt því að rota Nascimento í þriðju lotu. Nascimento var að vinna bardagann upp að rothögginu, en gerði þau mistök að standa beint fyrir framan Lewis og leyfa honum að eiga frumkvæðið. Það endaði með rothöggi og styrkti metið hans Lewis yfir flest rothögg í sögu UFC. 

Lewis sagði eftir bardagann að hann hafi áhuga á að reyna fyrir sér í WWE sem er í eigu TKO rétt eins og UFC. Það myndi ekki bitna á UFC ferlinum hans Lewis því hann sér WWE fyrir sér sem aukastarf. Jafnframt segist hann vilja taka Gold Dust til fyrirmyndar og glíma í flottum glamúr galla. 

“You remember Gold Dust? Probably something like that … As long as I get to paint my face so people don’t really know it’s me, I’m going to be a ho freak out there and be a little sassy with it.”

Spurning hvort að Gold Dust útlitið færi Derrick Lewis vel?
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular