Monday, May 20, 2024
HomeBoxJohn Fury skallar liðsfélaga Usyk (myndband)

John Fury skallar liðsfélaga Usyk (myndband)

Fury vs. Usyk fight week fer af stað með látum! Báðir menn eru mættir til Riyahd, Saudi Arabíu og strax hafa komið upp slagsmál. John Fury, faðir Tyson Fury, skallaði liðsfélaga Oleksandr Usyk sem skildi eftir sig blæðandi skurð á enni hans.

Eins og sjá má í myndbandinu að neðan standa bæði lið andspænis hvort öðru og hrópa nöfn bardagamannana Fury og Usyk í kappi og virtist einhverjum vera nokkuð heitt í hamsi, þá sérstaklega John Fury. Þegar þetta virðist vera að deyja út og menn byrja að labba í burtu tekur John Fury upp á því að skalla einn liðsfélaga Usyk sem virtist þó ekki taka mikinn þátt í þessum skrípaleik.

Sjón er sögu ríkari..

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular