Monday, May 20, 2024
HomeErlentGilbert Burns tekur áskorun Buckley

Gilbert Burns tekur áskorun Buckley

Joaquin Buckley vann um helgina stórglæsilegan sigur á Nursulton Ruziboev á Fight Night í St. Louis, Missouri heimabæ sínum. Áhorfendur stóðu með sínum manni og mátti heyrast vel í þeim þegar Buckley náði fellum og rigndi niður ground-n-pound höggum á Úsbekistan hávaxna.

Buckley hefur núna unnið alla 4 bardagana sína síðan hann færði sig niður í veltivigtina úr millivigtinni þar sem hann tapaði síðustu tveimur. Svo virðist sem Buckley hafi fundið sinn rétta þyngdarflokk og gæti hann átt tilkall til titilsins ef hann heldur áfram á sömu braut.

Í viðtalinu inní búrinu eftir bardagann um helgina kallaði Buckley út Conor McGregor og fór ófögrum orðum um alla McGregor fjölskylduna. Þegar hann var kominn á blaðamannafundinn sjálfan eftir viðburðinn hafði hann hins vegar annað nafn sem hann kallaði út. Það var Gilbert “Durinho” Burns og sagði Buckley það yrði fallegur bardagi, og fallegt match-up.

Gilbert Burns er einn af þremur mönnum í hlaðvarpsþættinum Show Me The Money þar sem hann var spurður af meðþáttarstjórnenda sínum hvað honum fyndist um þessa áskorun. Hann sagðist vera til í bardagann, sagðist aldrei segja nei við bardaga og ætli ekki að byrja á því núna.

Gilbert Burns þarf að vinna sig tilbaka eftir að hafa tapað tveimur bardögum í röð í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Belal Muhammad og Jack Della Maddalena. Oft þurfa menn þá að leita neðar á töfluna eftir næsta andstæðing. Burns er nr. 6 á styrkaleikalista veltivigtarinnar og Buckley í því 11 en með mikinn byr í seglum og verður þetta án vafa stórspennandi viðureign ef hún skyldi vera sett saman.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular