Monday, May 27, 2024
HomeErlentArt "One Glove" Jimmerson látinn

Art “One Glove” Jimmerson látinn

Art Jimmerson, einn þeirra sem barðist á allra fyrsta UFC viðburðinum er látinn, 60 ára að að aldri. Art steig aðeins inní Octagon-ið einu sinni en átti annars farsælan hnefaleikaferil og barðist við marga heimsmeistara.

Þó MMA ferillinn hafi verið stuttur verður Art Jimmerson ávallt minnst meðal UFC aðdáenda, einna helst vegna þess hvernig hann barðist. Það gerði hann í einum boxhanska, á vinstri hönd til að vernda stungu-höndina, en þá hægri hafði hann bera til þess að geta nýtt hana í glímu. Við það fékk Art viðurnefnið “One Glove”.

Art mætti Royce Gracie í fyrstu umferðinni á UFC 1 mótinu sem submittaði hann með Smother Choke eftir rúmar 2 mínútur og hélt svo áfram til að vinna mótið að lokum. Jimmerson kom reglulega fram á viðburðum þar sem hann klæddist hanskanum eina og hefur komið fram í ýmsum heimildamyndum og öðru efni tengdu uppruna UFC.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular