spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær hefst ONE on TNT 2?

Hvenær hefst ONE on TNT 2?

ONE Championship verður með bardagakvöld í kvöld (miðvikudagskvöld) í Singapúr. Kvöldið heitir ONE on TNT 2.

ONE on TNT 2 er eins og nafnið gefur til kynna, annað kvöldið af fjórum í ONE on TNT bardagakvölda seríunni. Á þessum kvöldum ætlar One Championship að sýna allra bestu og þekktustu bardagamennina sem eru á þeirra snærum. Á fyrsta kvöldinu fengum við að sjá Adriano Moraes rota Demetrious Johnson í bardaga um fluguvigtartitilinn. Nú er komið að Christian Lee, einum sterkasta bardagamanni ONE samtakanna, að láta ljós sitt skína á enn stærra sviði en ONE on TNT serían er miðuð að Bandaríkjamarkaði og byrjar kvöldið klukkan 00:30 eftir miðnætti í kvöld.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast ONE léttvigtarmeistarinn Christian Lee og Rússinn Timofey Nastyukhin. Christian Lee er yngri bróðir ONE atómvigtarmeistara kvenna, Angelu Lee og eru systkinin skærustu stjörnur sem ONE hefur alið af sér. Liggur það því beinast við að hafa Christian í aðalbardaga í þessari seríu til þess að kynna hann fyrir MMA aðdáendum utan Asíu.

Systir hans, er ennþá stærra nafn en hún berst ekki á næstunni þar sem hún á von á barni í lok mánaðar. Christian Lee er einungis 22 ára en þrátt fyrir ungan aldur er hann ekki bara efnilegur, heldur hefur hann sannað það með frammistöðu sinni undanfarið að hann er frábær bardagamaður. Hann er jafnvígur í gólfinu og standandi en frá því að hann fæddist hefur aðeins eitt komið til greina hjá honum og pabba hans Ken Lee (sem einnig er þjálfarinn hans) að gera hann, og reyndar öll systkini hans, að bestu bardagamönnum í heimi. Hann er með svart belti í Jiu-Jitsu og með bakgrunn í Taekwondo, Muay Thai og ólympískri glímu.

Kynningarmyndband fyrir bardagann

Timofey Nastyukhin eða Tim Nasty eins og hann er kallaður hefur barist 10 sinnum í ONE og er með bardagaskorið 7-3 í samtökunum. Hann fékk frábært tækifæri árið 2019 að bjóða Eddie Alvarez velkominn í ONE. Þar kom hann flestum á óvart og rotaði Alvarez í fyrstu lotu. Timofey er mjög höggþungur og er alltaf líklegur til að rota. Hann er öflugur eins og Christian Lee bæði í gólfinu og standandi. Mjög áhugaverður bardagi. Christian Lee ætti að vinna, en Nasty er óútreiknanlegur.

Timofey Nastyukhin – Eddie Alvarez bardaginn í heild

Kvöldinu er streymt beint frítt á Youtube rás ONE Championship

Einnig er hægt að horfa á streymið hér fyrir neðan:

Bardagakvöldið (hefst kl. 00:30)

Léttvigt titilbardagi: Christian Lee gegn Timofey Nastyukhin
Muay Thai Atómvigt kvenna: Janet Todd gegn Anne Line Hogstad
Fjaðurvigt: Shinechagtga Zoltsetseg gegn Yoshiki Nakahara
Fluguvigt: Kim Kyu Sung gegn Wang Shuo
Bantamvigt: Mitchell Chamale gegn Shuya Kamikubo

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular